Beðið eftir Degi

Það fer lítið fyrir einhverri stærstu frétt þessa dagana. Ljósvakamiðlar og flestir fréttamiðlar þegja þunnu hljóði. Eru sennilega að bíða eftir svari Dags við fréttinni, en víst er að hann mun fá óskipta athygli þessara fjölmiðla. 

Og hver er svo fréttin? Jú, fjármálaráðherra er vaknaður, er búinn að átta sig á því sem margir bentu á strax í upphafi, að samgöngusáttmáli höfuðborgasvæðisins er langt frá því að geta gengið upp. Þar kemur einkum til að allir þættir svokölluðu borgarlínu voru stórkostlega vanáætlaðir.  Þó er rekstrargrundvöllur hennar ekki meðtalinn, enn ekki farið að spá í hver mun axla þann kostnað, né hver hann muni verða.

Fréttin er ekki vanreiknuð kostnaðaráætlun borgarlínu. Það vissu allir sem kunna að leggja saman tvo plús tvo. Fréttin er að ráðherra skuli vera vaknaður. En svo er auðvitað hitt, að BB á nokkuð undir högg að sækja í eigin flokki, sem þessa helgina heldur sinn flokkráðsfund. Kannski er þessi yfirlýsing Bjarna bara til "heimabrúks" á þeim vettvangi.

Það mun koma í ljós. Komi ekkert svar frá Degi er ljóst að hann hefur gefið vini sínum heimild til gaspursins og það muni síðan deyja út eftir helgi. Kannski er ekki ástæða til fagnaðar.

Kemur í ljós.


mbl.is Borgarlínan sett út af borðinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það líða sennilega margar "NÆTUR" áður en heyrist eitthvað í Degi........

Jóhann Elíasson, 28.8.2023 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband