Krabbamein
26.8.2023 | 09:18
BB ætlar að skera niður í útgjöldum ríkisins. Það segir að ríkisstarfsmönnum mun fækka. Gangi þér vel Bjarni.
Ríkisstarfsmönnum hefur fjölgað ótæpilega hin síðari ár, ekki síst meðan BB hefur staðið vaktina í fjármálaráðuneytinu. Þetta er krabbamein í ríkisrekstrinum, sem hefur fengið að dafna óáreitt. Svo er komið að kjörnir fulltrúar ráða orðið litlu. Hin eiginlega stjórn landsins hefur verið færð embættismönnum, það er lítil hætta á að þeir svíki sitt fólk.
Það þarf kjark til að ráðast gegn þessu krabbameini. Hingað til hefur BB ekki sýnt slíkan kjark. Hættara er við að krabbameinið fái að dreifa sér enn frekar.
Ríkisstörfum fækkað og ýmis gjöld skorin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.