Hvalveiðar

Miðað við að skýrsla um hvalveiðar við Ísland er pöntuð af ráðuneyti, má segja að hún sé nokkuð jákvæð. Sennilega eins jákvæð og skýrsluhöfundar þorðu.

Tvennt er neikvætt í þessari pöntuðu skýrslu, annað að útfrá þjóðhagslegri hagkvæmni skipti þær litlu máli, einkum vegna þess hversu smáar þær eru í samanburði við heildarútflutning frá landinu og hitt að rekstrarskilyrði fyrirtækisins séu neikvæð. Þegar verulega er dregið úr veiðum minnkar auðvitað hlutur þeirra í heildarútflutningi og hvort eitthvað gamalmenni vilji eyða sínum auð í að reka hvalveiðar, kemur bara stjórnvöldum ekkert við. Það er hans ákvörðun.

Önnur atriði, s.s. eins og áhrif veiðanna á ferðaþjónustu hér og ímynd landsins á erlendri grundu, kemur nokkuð vel út. Reyndar kemur það ekki á óvart. Erlendir ferðamenn eru lítt að spá þá hluti þegar þeir versla sér ferð til Íslands og í hinum alþjóðlega heimi er Ísland svo lítið að áhrif þess eru minni en engin, þannig að erlendum þjóðum er nokk sama.

Örlítið er komið inn á að markaðir fyrir hvalaafurðir takmarkist við Noreg og Japan og komist að þeirri niðurstöðu að samdráttur í sölu á hvalkjöti í Japan hefur dregist saman um rúm 90%. Auðvitað dregst saman sala á kjöti sem ekki kemur a markað, en staðreyndin er þó sú að hvert einasta kíló sem til Japans fer, selst strax og það á góðu verði. Rekstrargrundvöllur hvalveiða er því til staðar, ef ekki væri fyrir óhóflegan flutningskostnað vegna aumingjaskapar ráðamanna heims og fylgispekt við öfgasamtök sem vilja banna þessar veiðar.

Það sem, þó skiptir mestu máli í niðurstöðu höfunda er að þessar veiðar hafa mikil áhrif á það fólk sem hafur vinnu við þær. Launatekjur háar á stuttum tíma, hærri en annarstaðar er mögulegt að fá. Það leiðir af sér auknar tekjur fyrir ríkissjóð og sveitarfélög í formi tekjuskatts. Tekjur sem annars eru ekki í boði.

Alveg er skautað framhjá þeirri staðreynd að hvalveiðar gefa okkur dýrmætan gjaldeyri. Skiptir þar engu þó fyrirtækið sjálft sé rekið með tapi, öll afurðasala þess er úr landi og greidd í erlendum gjaldmiðli. Þá koma skýrsluhöfundar einnig örlítið inná aukaafurðir sem Hvalur hf hefur verið að þróa síðustu ár. Þann þátt hefði mátt taka betur til skoðunar af skýrsluhöfundum.

Eins og fyrr segir, þá verður að segja að þessi skýrsla sé nokkuð jákvæð hvalveiðum, einkum í ljósi þess hver pantaði hana. Ef einhver vill reka fyrirtæki sitt með tapi til að stunda þær, er sjálfsagt að leifa honum það. Verkafólkið, sveitarfélög og ríki njóta góðs af.


mbl.is Milljónir í húfi fyrir starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband