Val framleiðenda / val neytenda
16.8.2023 | 12:37
Það er val framleiðenda að merkja kjötvörur með fána framleiðslulands, segir forstjóri Stjörnugrís. Þetta er hárrétt hjá forstjóranum og ekki framleiðendum um að kenna. Sökin er hjá duglausum þingmönnum okkar.
Það er líka val neytenda hvort þeir kaupa kjötvöru án slíkra merkinga. Telja verður að þeir framleiðendur sem v3lja sleppa slíkum merkingum, hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, hafi eitthvað vont að fela. Meðan framleiðendur fela sig bak við lögin og þingmenn skortir kjark til að afgreiða þetta mál, er engin ástæða til að versla vörur án fánamerkingar.
Ákveða sjálfir með upprunamerkingu vöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.