ETS, tollavörn esb

Auðvitað hefur erlend skattheimta önnur áhrif á skipaflutninga en flug, til og frá landinu. Það gefur auga leið. Skattur á flug hefur fyrst og fremst áhrif á þá betur stæðu, sem geta leyft sér að ferðast til annarra landa, nokkrum sinnum á ári. Skattur á skipaflutninga bitnar hins vegar fyrst og fremst á þeim sem minna hafa milli handana, í hækkuðu verði nauðsynjavöru.

Reyndar er nokkuð skondið hvernig ráðamenn berja sér á brjóst varðandi flugskattinn, telja sig hafa leyst það vandamál. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland mun ekki verða undanþegið þeim esb skatti, fengu einungis frest til að taka hann upp. Sama yrði með skatt á siglingar, hann mun alltaf taka gildi, bara spurning hvort hægt sé að fá einhver ár í frest. Þar kemur til að stjórnvöld hafa samþykkt ETS kerfið inn í ees samninginn, kerfi sem ekki var til þegar Alþingi samþykkti þann samning, með minnsta mögulega meirihluta. Hvenær og hvers vegna þetta ETS kerfi var tekið inn í ees samninginn veit ég ekki, en það gerðist vissulega hljóðlega. Svona rétt eins og þegar orkupakkinn var upphaflega samþykktur sem hluti af ees samningnum, 2003. Afleiðingarnar koma fram síðar.

Stjórnvöld verða, ef ekki á allt að fara hér til fjandans, að segja sig frá ETS kerfinu og orkupökkunum. Ef það er ekki hægt, verður að segja upp ees samningnum, sem reyndar rann sitt skeið á enda áður en hann tók gildi hér á landi. Hann var gerðir við Efnahagsbandalag Evrópu, viðskiptabandalag Evrópuríkja sem byggt var á Rómarsáttmálanum. Það var allt annars eðlis en síðar varð, eða um það leiti sem ees samningurinn tók gildi. Þá var að fæðast Evrópusambandið, viðskipta og stjórnmálasamband nokkurra Evrópuríkja, fyrst byggt á Maasticth samningnum, sem tók gildi á haustdögum 1993. Síðar var stjórnmálaþátturinn efldur verulega þegar Lissabonsáttmálinn tók gildi, í upphafi jólaföstu 2009. Nauðsynleg endurskoðun ees samningsins við þessar breytingar samningsaðila voru ekki gerðar og hann því í raun útrunninn.

Ef fram heldur sem horfir mun Ísland verða óbyggilegt innan fárra ára. Allar ákvarðanir esb miðast við meginland Evrópu, ekkert tillit tekið til lítillar og fámennrar eyju langt norður í Atlantshafi. Hér hafa stjórnmálamenn hins vegar ákveðið að taka upp öll þau lög og reglur sem frá sambandinu kemur, hversu gott eða slæmt það er fyrir okkar þjóð. Þetta hefur skaðað okkur sem sjálfstæð þjóð mjög mikið, en nú er þetta farið að taka á efnahag okkar. Það er hins vegar skilda íslenskra stjórnmálamanna að standa vörð um land og þjóð og ekki taka nokkra þá ákvörðun sem skaðað getur Ísland og íbúa þess. Við annað verður ekki unað.

Forsætisráðherra segir að þetta sé einungis eitt prósent hækkun fyrir skipafélögin. Ef svo er, hvers vegna er þá verið að leggja þennan skatt á. Reyndar vita þeir sem fylgst hafa með störfum esb, að þetta er einungis upphafið. Rúllupylsuaðferð Jean Omer Marie Gabriel Monnet er enn í fullu gildi og tilbeðinn í Brussel.  Fyrr en varði verður þessi skattur orðinn svo hár að grundvöllur til reksturs fyrirtækja hér á landi brestur, en það er einmitt mergur málsins. Evrópusambandið er með þessum skatti að stjórna innflutningi til meginlandsins og þrengja svo að rekstri fyrirtækja utan esb, að þau hugsanlega flytji starfsemi sína inn fyrir landamæri sambandsins. Um það snýst ETS, það kemur loftlagsmálum ekkert við.

 


mbl.is Allt önnur áhrif en hvað varðar flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband