"fyrirsjáanlegt og gagnsætt"

Það má ekki leggja skatt á ofsagróða fjármálafyrirtækja, en það er í lagi að leggja skatt á vöruflutninga til og frá landinu. Það sem svíður þó mest er að sá skattur sem lagður er á vöruflutninga og fólkið í landinu þarf að greiða, fer ekki einu sinni til samneyslunnar hér á landi, heldur í hít esb veldisins.

Reyndar er ég ekki sammála viðskiptaráðherra um að koma megi böndum á græðgisvæðingu bankanna með svokölluðum hvalrekaskatti. Þann skatt eiga bankastofnanir auðvelt með að koma á sína viðskiptavini. Það eru til aðrar og betri leiðir, s.s. hámark á vexti til húsnæðislána og hámark á vaxtamismunun inn og útlána.

Þannig yrði komið í veg fyrir að fólk sem tekur lán fyrir húsnæðiskaupum, í góðri trú og samkvæmt greiðslugetu, verði ekki borið á götuna í nafni Mammons. Þannig væri einnig komið í veg fyrir að bankarnir hirði til sín allan ágóðann af íslenska okurvaxtakerfinu, að innlánseigundur fjár fengu hluta kökunnar.

Í öllu falli verður að taka á ofurgræðgi bankanna. Verði það ekki gert munum við sjá nýtt hrun.

Það er vissulega gleðilegt að BB skuli minnast eitt augnablik á stefnu Sjálfstæðisflokks, um jafnræði allra í landinu. Að skattakerfið skuli vera fyrirsjáanlegt og gagnsætt. Hann kannski minnir sitt fólk í ríkisstjórn á þessi góðu gildi, sér í lagi utanríkisráðherra.

Hvert er gagnsæið, hver er fyrirsjáanleikinn, þegar utanríkisráðherra tilkynnir erlenda skattheimtu á þjóðina? Þegar fyrirtæki í einum ákveðnum geira ber að taka á sig erlenda skattheimtu, í nafni einhverra markmiða sem útilokað er að standa við. Skattheimtu sem mun skila sér beint út í verðlagið hér á landi. Var ekki formaður Sjálfstæðisflokks og velgjörðarmaður utanríkisráðherra, að segja að eitt megin verkefni íslenskra stjórnmála væri einmitt að ná tökum á verðbólgunni?

Ráðherra var fljót til að sækja um undanþágur frá þessum skatti á flugið, enda mikilvægt fyrir hana að geta ferðast sem mest til útlanda. En þegar kemur að flutningum á sjó þá telur hún málið "bara eðlilegt". Það er ekkert eðlilegt við erlenda skattheimtu, allra síst á lífæð landsins!

Þessi skattur kemur akkúrat ekkert loflagsmálum við, hann er einungis til að verja fyrirtæki innan esb. Níutíu prósent allra flutninga innan esb fer fram á landi, með lestum eða flutningabílum. Flutningur til og frá esb fer hins vegar að mestu fram á sjó og það er sá flutningur sem sambandið er að reyna að minnka. Því á þessi skattur ekkert erindi hér á landi.

Jafnvel þó maður vilji horfa a málið frá loftlagssjónarmiðum, þá er útilokað að viðurenna þennan skatt. Hann er sagður til að minnka eldsneytisnotkun. Gott og vel, en hvað á að koma í staðinn? Raforka er á þrotum í landinu og allt tal um aðra orkugjafa draumórar einir. Vindorkan, þessi gamaldags aðferð til orkuöflunar sem hvergi virkar nema á snúrum húsmæðra, er allstaðar að láta undan, enda rekstrargrundvöllur þeirra fjarri því að standast.

Því er enn langt í að hægt verði að framleiða hér aðra orkugjafa fyrir skipastólinn. Þessi skattheimta mun því einungs skila tvennu, hærra verði á vörur í landinu með tilheyrandi erfiðari rekstrarskilyrðum fyrirtækja í útflutningi, með minni gjaldeyristekjum og hinu að skipafélögin muni fara að keyra sín skip yfir hafið á óhreinni og meira mengandi olíu.

En BB er með þetta á hreinu, skattaumhverfi þarf að vera fyrirsjáanlegt og gagnsætt, eða þannig. Betur færi ef hann rifjaði nú upp öll grunngildi flokksins og færi að starfa eftir þeim, svona áður en hann stýrir flokknum alveg upp í fjöru!


mbl.is „Ekki góð pólitík að boða nýja skatta ef vel gengur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um fyrirsjáanleika og gegnsæi þætti mér fróðlegt að heyra umræddan "stöðugleikaráðherra" útskýra 80% hækkun greiðslubyrði á einu ári út frá sjónarmiðum sínum um stjórn efnahagsmála.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2023 kl. 14:39

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt Guðmundur, það er vart hægt að tala um mikinn stöðugleika þar.

Gunnar Heiðarsson, 11.8.2023 kl. 19:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það dapurlegasta er að í tvö ár áður en verðbólgan fór á flug með tilheyrandi áhrifum, hafði verið reynt að vara hann og samstarfsfólk hans í ríkisstjórninni við því að þannig myndi fara en þau hlustuðu ekki heldur héldu frekar bara áfram að kynda bálið.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2023 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband