Sá sem alinn er upp við óáran ......

Það er gömul saga og ný að þeir sem eru aldir upp við óáran þykir hún ekki svo slæm. Víst er að margur Mývetningurinn gerir góðlátlegt grín að þeim utanaðkomandi sem lendir í miklum mýsveim við vatnið, sem flestum íbúum þykir ekki tiltökumál.

Á ferð minni um slóðir afkomenda vesturfarana, var gaman að segja frá hitafari hér á sv horni landsins, að á veturna væri í okkar huga komið fimbulfrost þegar hiti færi niður fyrir -10 gráðurnar og á sumrin væru allir komnir í sólbað ef hitastig slefaði yfir +10 gráður. Þetta vakti furðu þar vestra, enda algengt að hiti fari þar vel undir -30 gráður á veturna og um og yfir +40 gráðu hita á sumrin.

Ekki datt þó frændum okkar þar vestra þó í hug að gera grín að okkur, vissu sem var að sá sem alinn er upp við óáran þykir hún ekki svo slæm, þó öðrum þyki hún framandi.


mbl.is Skemmta sér yfir fréttum af kuldakastinu fyrir sunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband