Eitt hlutabréf
11.2.2020 | 08:45
Ríkisútvarpið ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Einungis eitt hlutabréf er til og að ég best veit er það í höndum menntamálaráðherra.
Nú vilja formenn allra ríkisstjórnarflokkanna selja eigur ríkisins og hafa þeir allir talað fyrir því opinberlega. Væri þá ekki ráð að selja þetta hlutafélag, sem það á en fær engu ráðið um hvernig er stjórnað? Ætti ekki að vera flókin aðferð, einungis um eitt hlutabréf að ræða og því val á kaupanda einfalt.
Lilja hefði viljað gagnsæi í ráðningarferli RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega á sama máli.....
Jóhann Elíasson, 11.2.2020 kl. 08:57
Mætti samt halda "gufunni" inni.
Sigurður I B Guðmundsson, 11.2.2020 kl. 16:27
Það er rétt Sigurður, en þá með því fororði að hún verði ekki ohf. með sjálfstæðri stjórn sem fer með allt vald en enga ábyrgð.
Gunnar Heiðarsson, 11.2.2020 kl. 18:26
Þegar forráðamaður/kona hins eina tæra skuldabréfs í RÚV segir að hún hefði viljað þetta eða hitt, sem ekki fékkst, er orðið deginum ljósara að hlutabréfið hefur öðlast eigið líf og hlustar ekki á handhafadruslur af neinni sort. Hlutabréf þetta, sem ég er einn þrjúhundruðogþtjátíuþúsundasti hluthafi í, svona ´´sirkabát´´ harðneita að horfa upp á þessa endaleysu lengur og vill að nýráðinn útvarpsstjóri verði rekinn strax! Að öðrum kosti leka með honum ýmis réttindi opinberrassaðra starfsmanna, sem avallt eru miðuð við unnin tíma, en enga getu eða afköst í starfi.´´ Sorry ´´opinberir, en svona er þetta bara.
Þakka góðan pistil Gunnar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 12.2.2020 kl. 02:27
Og hverjir yrðu mögulegastir kaupendur Gunnar, Samherji, Brim, Lífeyrissjóðir eða sérhagsmuna grúppur. Come on, þó BB sé að tala um að selja Íslandsbanka, þá er bankinn óformlega búinn að vera í söluferli í langan tíma, engin erlendur banki hefur minnsta áhuga, enda hver hefur áhuga á banka í handónýtu fjármálakerfi hafandi handónýta mynnt. Bankar, Síminn, Borgun ofl.ofl. kvikna einhver viðvörunarljós úr fortíðini? Hefði allir síðustu skandalar komist svona vel upp á yfirborðið án RÚV, held ekki, vitaeinnig allir sem vilja vita að RÚV stóð ekki alltaf eitt að mörgum af þessum uppljóstrunum, en það er bara eins og þú og fleiri hér kjósið að loka augunum fyrir því augljósa.
Jónas Ómar Snorrason, 12.2.2020 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.