Fallegar umbúðir

Það er hægt að pakka hverju sem er í fallegar umbúðir. Innihaldið lagast lítið við það.

Þriðji orkupakki ESB mun ekki lagast við fallegar umbúðir. Þar er ekki rifist um hvort hann sé okkur hagstæður eða til skaða, einungis rifist um hvort hann skaðar okkur mikið eða lítið.

Þetta ætti að vera næg ástæða fyrir þingmenn til að hafna pakkanum, að láta ekki blekkjast af fallegum umbúðum. 

Því miður virðist vera auðvelt að blekkja hluta stjórnarliðsins og virðist sem þeir ætli að sækja sér stuðning fyrir málinu hja hluta stjórnarandstöðunni, þ.e. þeim hluta sem er andstæður sjálfstæði okkar.


mbl.is Orkupakkinn fyrir lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband