500 milljarðar króna glópafé

Ef allar spár varðandi borgarlínu standast, kostnaður, fjölgun farþega með almenningsvögnum, fjölgun þeirra sem hvorki ferðast með almenningsvögnum né einkabíl og fjöldi þeirra sem ferðast á einkabíl, ef allar þessar spár glópanna sem vilja borgarlínu standast, mun kostnaður verða um 500 milljarðar króna!

Borgarstjóri og aðrir glópar borgarlínu, halda því nú fram að borgarlína sé einungis hluti lausnar umferðarvanda Reykjavíkur, að ekki standi til að hún muni bitna á öðrum kostum til ferðalaga um borgina. Samkvæmt áætlunum á borgarlína að kosta um 70 milljarða króna og samkvæmt spám mun sú upphæð nýtast 12% þeirra sem um borgina ferðast. Þar sem Samfylking kennir sig við jöfnuð, hlýtur hugmyndin vera að samsvarandi kostnaður verði lagður til uppbyggingar mannvirkja til annarra ferða um borgina. Þá hlýtur borgarstjóri að vera með hugmyndir um að leggja um 175 milljarða til eflingar á reiðhjóla- og göngustígum og um 345 milljarða til uppbyggingar umferðamannvirkja fyrir aðra umferð en strætó. Samtals gerir þetta um 500 milljarða króna.

Ég gæti sannarlega fallist á borgarlínu ef þetta eru hugmyndir borgarstjóra. Bara spurningin hvaðan peningarnir eiga að koma. Fráleitt er að taka þá af vegafé Vegagerðarinnar, meðan fólk út á landi býr enn við malarvegi, einbreiðar brýr og stórhættulega fjallvegi! Það færi þá allt vegafé til borgarinnar næstu 25-30 ár!! Og ekki er fjárhagur borgarinnar beysinn, stefnir reyndar hraðbyr í gjaldþrot. Og ef áætlanir glópanna standast ekki, ef kostnaður verður hærri eða að ekki nægjanlegur fjöldi íbúa hlýðir kalli borgarstjórnar um ferðamáta, mun þessi upphæð hækka hratt!

 

Ein eru þau rök sem glópar borgarlínu hafa margsinnis haldið fram og ég get ekki með nokkru móti skilið, sama hversu mikið ég velti þeim fyrir mér. Það eru þau rök að efling gatnakerfisins muni auka enn frekar á umferðavandann. Þetta er mér með öllu óskiljanlegt. Þessi rök verða ekki studd nema á einn veg, að fjölgun íbúa í Reykjavík verði stöðvuð, að borgin taki ekki á móti fleira fólki. Og kannski er þar komin skýringin á því hvers vegna borgin hefur verið svo treg að úthluta lóðum til íbúðabygginga. Að einungis sé úthlutað lóðum til bygginga örfárra hundraða íbúða, meðan þörfin skiptir mörgum þúsundum. Kannski er þetta sýn núverandi borgarstjórnar, að lausnin felist í að stöðva frekari uppbyggingu borgarinnar. Að þannig megi leysa allan umferðavanda borgarinnar.

 

Erlendis eru einskonar borgarlínur þekktar. Þær eru lagðar um mjög þéttbýl svæði, oftast einnig víðfeðm, í tug milljóna borgum. Hér er meiningin að fara hina leiðina, leggja fyrst borgarlínu og búa síðan til þéttbýlið utanum hana. Að verpa egginu fyrst og búa síðan til hreiðrið! Önnur eins fásinna þekkist hvergi í víðri veröld!!

 

70 milljarðar króna er gífurleg upphæð. Fyrir marga er þetta svo há upphæð að erfitt er að gera sér í hugarlund stærð hennar. Fyrir það fé má gera marga hluti, eins og að útrýma öllum malarvegum landsins og einbreiðum brúm. Afganginn mætti nýta til gangnagerðar. Það mætti líka hugsa sér að nýta þetta fé á SV horninu. Þá mætti gera 35 mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu, nú eða hafa þau eitthvað færri og tvöfalda allar leiðir til borgarinnar. Ekki mun veita af, ef fólksfjölgun landans á að eiga sér stað utan borgarinnar!!

 

 


mbl.is Býr enginn í því sem er verið að hanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það stendur ekkert til að gera neitt í þessari borgarlínu, Dagur Beee er að dreifa athygli kjósenda frá vandræðum og hversu illa Reykjavík hefur verið stjórnað undanfarinn ár með Dag Beeeee í forystu.

Hvernig væri að kjósendur færu að ræða málefni sem skipta máli.

MAGA

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.2.2018 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband