Sex mánaða uppsagnarfrestur?
25.11.2017 | 09:22
Illa er komið fyrir öldruðum.
Við sem þjóð erum okkur til skammar með afskiptaleysi þessa hóps og hversu naumt við skömmtum honum af þeim auð sem aldrað fólk hefur búið okkur sem yngri erum, með eljusemi sinni.
Nú bætist við að aldraðir þurfa að segja upp húsnæði sínu með sex mánaða fyrirvara, áður en það drepst. Að öðrum kosti mun verða sótt að þeim með dómstólum.
Sennilega mun þó reynast erfitt að finna lögfræðinga til að reka málin, þar sem fæstir þeirra fá vist í efra!
Lögsækir heilabilaðan öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fer ekki sá svarti þarna niðri bara sjálfur upp fyrir þá og birtir Lykla-Pétri stefnuna?
Nei án gamans þetta segir okkur það að samfélag okkar virðist fyrst og fremst snúast um peninga en ekki fólk.
það er nánast alveg sama hvert litið er stéttarfélög og lífeyrissjóðir eru steinhætt að sinna sínu hlutverki og eru fremst í flokki í dansinum kringum gullkálfinn.
Hrossabrestur, 25.11.2017 kl. 09:57
Ég trúi því tæplega að svona íbúð standi lengi auð eftir að flutt er úr henni, slík held ég að biðin sé. Innkoman stoppar því örugglega ekki lengur en í mánuð hverju sinni og því ætti þetta fársjúka kerfi að leggja af peningaplokkið við aldraða og veika og reyna að standa heldur við bakið á þeim. Það er skömm að svona framkomu.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 25.11.2017 kl. 17:35
Eins og þeir geti ekki fengið annan leigjanda á núlleinni?
Annars væru engir biðlistar góðar fréttir...
Enginn getur grætt á þessu nema lögmaðurinn!
Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2017 kl. 20:07
Góð ábending Gunnar og í tíma töluð,tek undir með ykkur Anna og Hrossabrestur,að allt snúist frekar um peninga en fólk.Erfitt er að sjá annað en sú ofrausn og umburðarlyndi sem stjórnvöld sýna aðkomufólki,skili þeim umtalsverðum hagnaði.
Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2017 kl. 20:15
Guðmundur, ert þú ekki á leiðinni í hópinn, "Háskólamenntaður rukkari"?
Hrossabrestur, 25.11.2017 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.