Fellur skuggi á

Það er vissulega ánægjulegt að Ísland skuli skipa sér í annað sæti í rafbílavæðingu bílaflotans, í Evrópu. Reyndar einungis 5,3% nýskráðra bíla rafbílar, en engu að síður í rétta átt.

Það fellur þó skuggi á þessa gleði.

Vegna löggjafar sem heimskir búrókratar í Brussel sömdu og enn heimskari íslenskir þingmenn samþykktu án athugasemda, í tíð hinnar "tæru vinstristjórnar", er nú svo komið að innan við helmingur orku sem seld er hér á landi er endurnýjanleg og vistvæn. Rúmlega helmingur orkunnar sem seld er, er framleidd að hluta til með jarðefnaeldsneyti en að stæðstum hluta með kjarnorku.

Því er hagur okkar með tilliti til mengunar, mun minni en ella af rafbílavæðingunni, sér í lagi vegna þeirrar staðreyndar að sífellt stærri hluti orkunnar sem seld er hér á landi er framleidd með mengandi hætti og spurning hvenær því marki verður náð að öll orkan okkar verður óhrein. Hversu hratt það gengur fyrir sig fer að öllu leyti eftir peningagræðgi orkufyrirtækja.

 


mbl.is Ísland annað mesta rafbílaríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband