Skemmtilegt kort

Það má sannarlega segja að þetta kort frá Strava Global hafi skemmtanagildi.

Hvaða gögn liggja að baki kortinu, hvort þarna er um mælingu á hjólreiðum að ræða eða möguleikum til að stunda þá iðju, kemur ekki fram. Hvort heldur er má verulega efast um sannleiksgildið.

Nokkrar leiðir eru merktar inn á kortið þar sem vart er hægt að ganga um, hvað þá ferðast á reiðhjóli.

Þá efast maður verulega þegar svo er að sjá sem töluverð umferð hjólandi fólks er á Faxaflóanum og hefur sú umferð heldur aukist milli áranna 2014 og 2015. Kannski einhverjum ferðamanninum hafi þótt of dýrt að kaupa sér hvalaskoðunarferð og gripið til þess ráðs að fara bara hjólandi í slíka skoðun og síðan hafi fleiri séð að þetta væri mun ódýrara!

 

Hvað sem öllu þessu líður, þá hefur kortið visst skemmtanagildi.


mbl.is Hvar hjóla Íslendingar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

"Til þess að fylgj­ast með ár­angri sín­um nýt­ast marg­ir við hjóla­öpp í sím­an­um þar sem not­ast er við bæði gervi­tungl og miðun frá farsíma­send­um til að mæla vega­lengd­ir og hraða viðkom­andi hjól­reiðamanns. Reynd­ar virka þessi öpp alla jafna fyr­ir aðra hreyf­ingu líka, eins og hlaup eða skíðagöngu. Dæmi um öpp af þessu tagi eru t.d. Stra­va, Endomondo og Run­keeper"

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.3.2016 kl. 11:42

2 Smámynd: Morten Lange

Skondinn ábending þetta með hjólaferðir á Faxaflóa. Var aðð búinn að sjá það.
Sést best í bláu sýnist mér : http://labs.strava.com/heatmap/#12/-22.20629/64.19838/gray/bike
Kannski hafa menn gleymt að slökkva á Strava og svo farið í siglingu út á flóann. 
En þarna eru engin rauð strík / sem sýnist mest fjölda ferða.  Og svo eru stríkin eitthvað viktuð miðað við vinsælda leiða í nánustu nágrenni. Þannig getur virst að jafn mikið sé hjólað um Ólafsvík og næst vinsælustu leiðirnar í Reykjavík.

Mér  finnst Strava heat map vera ágætis tól eins lengi ohg menn skilja að það séu sérstklega þeir sem hjóla langt og hratt sem nenna að nota Strava. Ég hjóla 99% ferða minna alla vikur ársins, (nema stundum ég er í sumarfrí etc) en nenni bara að kveikja á Strava um 5-10  sinnum yfir árið. 
Sumar leiðir sem koma vel út á Heat map, eru mikið hjólaðar af fólki sem eru sennileag aðallega að hugsa um æfingagildi hjólreiðanna og eru vanir að hjóla í umferðinni. Ömmur sem hjóla með körfu eðakrakkar sem hjólaí skólann eru póttþétt ekkimeð í Strava gagnagrunninum.  Notum því kortin með skýrum fyrirvara.

Morten Lange, 20.3.2016 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband