Hvers vegna?
18.3.2016 | 08:34
Hvers vegna gerir Kári ekki tilraun til að rökræða efni málsins? Hvers vegna ræðst hann á persónuna? Það er ekki eins og þær hugmyndir sem Sigmundur reifar séu frá honum komnar, þetta er mál sem hefur verið í umræðunni í einn og hálfann áratug og allan þann tíma hafa þau sjónarmið að staðsetning á nýjum spítala við Hringbraut sé röng.
Hin síðari ár hafa rökin gegn þessari staðsetningu aukist, meðan hin haldlitlu rök fyrir þeirri staðsetningu hafa fjarað út.
Það er lágmark, ef menn vilja láta taka mark á sínum orðum, að menn haldi sig málefnið en ekki mennina. Ég skora því á Kára að setjast niður og skrifa grein um málefnið, hætti þessu drullukast á einstakar persónur.
Þar getur Kári tekið hver þau atriði sem fram hafa komið um að staðsetningi sé röng og rökstutt að þar sé rangt með farið. Síðan getur hann rökstutt hvaða atriði mæla með þessari staðsetningu. Hann yrði kannski örlítið meiri maður ef hann héldi sig við efni málsins.
Landspítalann á að byggja fyrir sjúka, ekki háskólasamfélagið þó það eigi að sjálfsögðu að hafa aðgang að spítalanum. En fyrst og fremst á þessi stofnun að vera fyrir sjúka.
Segir Sigmund í stjórnarandstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Austurhöfn, Casa Christi, Landspítali. Alltaf mætir Sigmundur Davíð á svæðið á síðustu stundu og gerir allt vitlaust. Þú getur ekki lagt blessun þína yfir svona vinnubrögð.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 09:03
Er staðsetning á nýbyggingu Landspítalans við Hringbraut eitt af stefnumálum Sjálfstæðisflokksins? Hef hvergi séð það, því er það rangt að spyrða þessu tvennu saman að Sigmundur sé í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Allir eru sammála að bygging Landspítlans er ekki og á ekki að vera flokks pólitískt mál.
Anna Björg Hjartardóttir, 18.3.2016 kl. 09:51
Það er hins vegar sérstakt athugunarefni hvernig þessi Tortólubóndi talar um tómthúsmenn nútímans. Hann sagði í nýlegu viðtali að verktakar væru börn sem þyrftu tilsögn.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 10:12
Elín, ég velti nokkuð fyrir mér hvort þínar athugasemdir væru svaraverðar, þar sem þú virðist föst í að ræða málið út frá Sigmundi Davíð. Bygging á nýjum landspítala er stærra en svo að fólk geti leift sér að gera það mál að pólitísku bitbeini!
Mikið rétt Anna Björg, staðsetning landspítala við Hringbraut er ekki eitt af stefnumálum Sjálfstæðisflokks. Stefna þess flokks í þessu máli, eins og reyndar flestra annarra er að flýta sem verða má byggingu á nýjum landspítala. Um það eru allir sammála, líka Framsóknarflokkur.
Því ættu allir að geta sameinast um að byggja nýjann spítala á besta stað, þar sem byggingahraði yrði mun meiri og fyrr hægt að taka stofnunina í notkun.
Gunnar Heiðarsson, 18.3.2016 kl. 12:32
http://www.visir.is/segir-forsaetisradherra-frekar-thurfa-ad-rifast-vid-sjalfan-sig/article/2016160128537
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 15:18
Gunnar, svarið við spurningu þinni er sáraeinfalt, Kári er eifaldlaga ekki það heimskur, það eru engin rök önnur en sérhagsmunir Kára og Í.E. fyrir þessu upphlaupi hans.
Þ. J., 19.3.2016 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.