6. október 2016 ?

Það er hverju orði sannara, árið 2007 kemur sífellt oftar upp í huga manns, þegar litið er til þess sem fram fer á Íslandi. Fasteignaverð rýkur upp, ofurlaunafólki fjölgar jafnt og þétt og virðing til þeirra sem verr eru settir innan þjóðfélagsins minnkar stöðugt. Fréttamiðlar eru komnir í sama gírinn og 2007 og mæra þá mest sem lengst ganga í sukkinu.

En á eftir árinu 2007 kom árið 2008 og þann 6. október það ár fellur seint fólki úr mynni. Það má sannarlega fara að fordæmi þáverandi forsætisráðherra, þegar hann bað til guðs um hjálp til þjóðarinnar, þann örlagaríka dag. Nú væri hins vegar hægt að óska eftir slíkri aðstoð áður en skellurinn kemur.

 


mbl.is Minnir mest á 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í næstu Alþingiskosningum mun almenningi gefast áður óþekkt tækifæri, það er að kjósa um hvort hverfa skuli aftur til ársins 2007 með hrun framundan, hvort hverfa skuli aftur til síðasta kjörtímabils og sitja undir því að vera krafin um greiðslu á skuldum sem aðrir hafa stofnað til, eða þá að kjósa framtíðina.

Ég ætla að kjósa framtíðina.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2016 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband