Gróu sögur og drullumall
18.1.2016 | 09:00
Fátt skók fjölmiðla eins mikið um liðna helgi en ein tiltekin Gróu saga og skítkastið sem á eftir fylgdi. Þetta snerist allt um svokallað áfengisfrumvarp.
Hvar sem menn eru staddir gagnvart því frumvarpi, hvort menn vilja hafa óbreytt ástand, hvort menn vilja áfengissölu í matvörubúðir, hvort menn vilja færa þetta í sérverslanir á hendur einkaaðilum, eða jafnvel hvort menn vilja afnema áfengissölu hér á landi, þá geta allir fundið sér rök fyrir sínu máli og auðvelt að finna gagnrök einnig. Þessi rök geta verið af heilbrigðissjónarmiðum, viðskiptasjónarmiðum og jafnvel pólitískum sjónarmiðum.
Það á því enginn að þurfa að gera sér ferð að Leyti til Gróu. Það þarf enginn að fá hjá henni sögur, enda þær sjaldnast mikils virði. Enn síður þurfa menn að mæta á hlaðið á Leyti og kasta þar drullu í þá sem út um dyrnar ganga.
Þeir sem þetta gera eru lítilmenni!
Maður hefði haldið að Kári þyrfti ekki að sækja sér fróðleik að Leyti.
Þingmaðurinn gefi sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kári er einfaldlega að benda á að sá aðili sem græddi mest á því að þetta frumvarp yrði að lögum sé Hagar.
ls (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 11:23
Þá átti hann einfaldlega að segja það. Það hefði verið lítið mál fyrir hann að færa rök fyrir því.
Þess í stað grípur hann til skáldskapar sem hann getur aldrei rökstutt eða sannað. Þetta var þvílíkur óþarfi og setti umræðuna á lægra og ömurlegra plan.
Gunnar Heiðarsson, 18.1.2016 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.