Hvers konar andskotans rugl er þetta?!

Það er margt skondið sem frá fréttamönnum kemur, enda taka þeir fullyrðingum sem frétt, hversu fáránlegar sem þær eru.

Þarna apar fréttamaður eins og páfagaukur eftir einhverjum sérfræðing að Vatnajökull gæti horfið á tíu árum, væri bráðnun hans jafn hröð og Grænlandsjökuls. Að Grænlandsjökull bráðni um 350 km3 á ári, eða sem svarar 10% af Vatnajökli. Að setja fram slíkt bull fyrir alþjóð myndi ekki barnaskólanemi gera, hvað þá langskólagenginn maður. Og fréttamaðurinn sér ekkert athugavert við þessa framsetningu.

Nú þekki ég ekki hver bráðnun Grænlandsjökuls er, en ef við gefum okkur að fræðingurinn fari þar með rétt mál, að bráðnun hans sé sem svarar 350 km3 á ári, þá er það rýrnun jökulsins um ca. 0,0014%. Ef sama bráðnun væri á Vatnajökli, næmi bráðnun hans um 0,48 km3 á ári. Miðað við þessar tölur tæki þessa jökla, ef þeir bráðnuðu jafn hratt, um eða yfir 7000 ár að hverfa. Hins vegar gæti ígildi Vatnajökuls bráðnað af Grænlandsjökli á 10 árum, ef þessar tölur fræðingsins eru réttar, en það er allt önnur saga. 

Væntanlega eru ekki inn í þessum tölum fræðingsins snjóbúskapur þessa árs, en eins og fram hefur komið eru jöklar hér á landi nú stærri en áður, vegna kaldara veðurs. Ekki hafa verið opinberaðar tölur yfir snjóbúskap Grænlandsjökuls á þessu ári.

Það er lágmark að ætlast til þess af þeim sem rita fréttir að þeir geri athugasemdir við yfirlýsingar manna, þegar þær eru svo arfavitlausar sem frá þessum fræðing kemur.


mbl.is Vatnajökull hyrfi á tíu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er víst ekki komið frá blaðamanninum, heldur frá jöklasérfræðingnum sem er að leggja áherslu á mál sitt.  Tek undir að hér er verið að rugla saman hraða og magni.

Marinó G. Njálsson, 16.10.2015 kl. 09:28

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt að gera athugasemdir við þennan "frétta"- flutning frá MBL.IS um loftslagsmál þessa dagana. Þann 13/10 birtist þetta:

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/10/12/vill_meiri_oliu_til_ad_borga_loftslagsadgerdir/

Þar stendur m.a. þessi setningin:

Þær lofts­lags­breyt­ing­ar sem nú eiga sér stað á jörðinni eru fyrst og fremst af völd­um los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­unda með bruna á jarðefna­eldsneyti eins og olíu, kol­um og gasi.

Þessi fullyrðing er úr lausu lofti gripin, hún er ekki úr þýddu fréttinni, virðist vera skoðun blaðamanns og er sannarlega ekki staðreynd. En ef einungis er talað um losun af völdum manna, þá getur vel verið að bruni á jarðefnaeldsneyti sé þar efst.

Ívar Pálsson, 16.10.2015 kl. 09:43

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er dúndrað út svona fréttum þessa dagana vegna komandi loftslagsráðstefnu í París í desember nk. 

Fáránlegt bull sem sést hefur í "fréttum" undanfarið.

Ýkjur og áróður ber stundum vott um tæpan málstað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2015 kl. 17:01

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Sæll Gunnar, vantar ekki eitt núll fyrir aftan kommu í prósentutöluna hjá þér að ofan? 350km3 er um 0,00013% af Grænlandsjökli, miðað við að hann sé 2.850.000 km3, skv. Wikipedia. 0,0014% af þeirri stærð er hins vegar 3990 km3.

Erlingur Alfreð Jónsson, 17.10.2015 kl. 06:36

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Erlingur, það vantar víst eitt núll hjá mér.

Gunnar Heiðarsson, 17.10.2015 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband