Ný og óvænt?!
15.10.2015 | 09:09
Sú staða sem komin er upp á vinnumarkaði er ekki ný og alls ekki óvænt, þó Gylfi telji svo vera. Þetta er sama staða og alltaf, fyrst er samið við verkafólk um einhverjar aumingjabætur og síðan koma aðrir hópar á eftir og fá meira, því meira í prósentum eftir því sem hærra er farið upp launastigann. Þetta er því hvorki ný né óvænt staða, en vissulega alvarleg. En auðvitað fattar Gylfi þetta ekki.
Almennum launþegum til heilla kom ASÍ ekki að gerð síðustu kjarasamninga. Því voru sett viðmið inn í samningana um að hægt væri að endurskoða þá ef launaskrið annarra hópa færi verulega yfir þær hækkanir sem almenni samningurinn gæfi. Þetta var ekki gert í þeim tvennum kjarasamningum sem gerðir voru þar á undan, kjarasamningum sem ASÍ stóð að. Nú er svo komið að þetta ákvæði hefur virkjast og í febrúar munu almennu kjarasamningarnir verða lausir og að öllum líkindum munu verkföll dynja á þjóðinni, með tilheyrandi skelfingu fyrir alla. En það er ekki því fólki að kenna sem tekur laun samkvæmt almennu kjarasamningunum, heldur gagnaðilanum, sem heyktist á að standa við þennan samning.
Það hefur ekki dulist neinum að Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur verið duglegur við að hygla gagnaðilanum, þegar hann kemst að samningsborðinu. Undanfarið hefur hann verið sjálfskipaður í hóp aðila vinnumarkaðarins um það sem kallað er "samkomulag á vinnumarkaði um ný og breytt vinnubrögð að norrænni fyrirmynd", hvað sem það nú er. Ekki man ég til að Gylfi hafi fengið umboð stéttarfélaga til þátttöku í þessum hóp og sannarlega hefur hann ekki mitt umboð til þess.
Fátt hefur verið opinberað af störfum þessa hóps, helst að sjá að skerða eigi verulega verkfallsrétt launþega. Enda sá sem grét hæst þegar slitnaði upp úr þessum viðræðum, fulltrúi atvinnurekenda. Við hlið hans volaði svo Gylfi. Það segir okkur að markmið þessa hóps er fyrst og fremst til hagsbóta fyrir atvinnurekendur, að slá eigi niður launþega þessa lands. Allur ágóði sem af batnandi ástandi innan hagkerfisins kemur, á að fara óskiptur til atvinnurekenda. Launþegar sjálfir hafa aldrei verið spurðir að því hvort þeir séu sáttir við þessar viðræður eða þennan leiðangur.
Þá sjá allir sem vilja sjá að störf þessa hóps eru alger tímaeyðsla. Þar væri vissulega hægt að setja einhver höft á verkfallsrétt launþega, þó ekki án þeirra samþykkis. En svona hópur getur aldrei bannað fólki að segja upp störfum. Og það var einmitt sú aðgerð sem nýtt var til að hræða stjórnmálamennina upp úr buxum sínum, þegar þeir samþykktu óhóflegar launahækkanir til lækna.
Og þar liggur ástæða þess vanda sem þjóðfélag okkar býr við, þar liggur ástæða þess að á komandi vetri mun hér allt loga í verkföllum.
Heimska stjórnmálastéttarinnar varðandi kjaramál er alger. Ekki einu sinni var hún þarna að stofna í hættu almenna kjarasamningnum, heldur var þarna verið að semja við fyrsta hópinn af mörgum, sem vinna fyrir ríki og sveit. Að halda það að hægt sé að hækka einn hóp langt umfram aðra, ber merki um algera fávisku. Það er huggulegt að vita til þess að svo grunnhyggnir menn stjórni landinu. Það sannaðist síðan þegar kjaradómur úrskurðaði í máli hjúkrunarfræðinga, dómurinn horfði auðvitað til þeirra hækkana sem þegar hafði verið samið um. Almennir launþegar geta síðan þakka sínum stéttarfélögum fyrir að halda ASÍ og Gylfa frá gerð núgildandi kjarasamnings. Hefði það ekki verið gert er víst að ákvæðið um endurskoðun hefði ekki náðst fram og því ekki nein leið fyrir þessa hópa að ná sanngjarnri leiðréttingu til samræmis við það þá stefnu sem ríkið hefur mótað.
Það fer vissulega um mann hrollur við lestur frétta, þessa dagana. Meðan ráðherrar hafna að greiða því fólki laun sem lagði á sig að halda hér uppi lágmarksþjónustu í heilbrigðiskerfinu, hafna að greiða laun fyrir sannarlega vinnu, meðan sumir hópar eru ekki virtir viðlits í kjarasamningum, s.s. lögreglumenn, meðan hamrað er á því að laun í landinu hafi hækkað svo mikið að hagkerfinu sé stefnt í voða, meðan ráðherrar hóta fólki sem er að berjast fyrir bættum kjörum málsóknum, láta þessir menn óátalið að bankar hagi sér með þeim ólíkindum að hygla ákveðnum hóp í útboði, hóp sem hafði af því gífurlegan hagnað. Og enn verra er að hlusta á þessa menn síðan segjast ekki sjá neitt til fyrirstöðu að ákveðnir starfsmenn þessara banka geti aukið sín laun ótakmarkað með svokölluðum bónusum. Í dag geta þessir menn hækka sín laun um 50% og þykir það ekki nóg. Það er ekki eins og þetta fólk sé á horriminni, er með hæðst laun í landinu. Það vill bara meira!
Vitfirring stjórnmálamanna er alger. Það eru þeir sem bera ábyrgð á því hvernig komið er í kjaramálum og það eru þeir sem kasta síðan bensíni á það bál, með framkomu sinni. Þeir geta því litið í eigin rann næsta vetur, þegar þeir leita sökudólga verkfalla!!
![]() |
Ný, óvænt og alvarleg staða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslenskur almenningur skiptir forystusauði þessarar þjóðar engvu máli. Með belti og axlabönd þegar kemur að þeirra launum og starfslokasamningum, fríðindum og eftirlaunum. Það sama á við sveita og borgarstjórnir. Nú skal allt gert fyrir hælisleitendur og 2 milljarðar frá ríki á að verja í þann málaflokk. 100 hjá Reykjavíkurborg fá fullan stuðning á meðan þeir bíða skoðunar og Ilmur tilkynnti að þetta hefði engin áhrif á húsaleigumarkaðin, því það yrðu bara keyptar íbúðir handa þessu fólki. Það er eitthvað mikið að in the state of Iceland. Fokk the Icelanders. Lífsviðurværi annarra en Íslendinga hafa forgang og illa launaður almenningur skal borga. Allt þetta stjórnmálfólk er orðið gjörsamlega veruleikafirrt og sér ekki fyrir endan á því og er það miður fyrir Íslenska þjóð að svo skuli vera. Til að leysa þessar verkfallsaðgerðir kostar minna en 1 milljarð. En það má ekki.Vitfyrringin er algjör.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 15.10.2015 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.