Að "deila" fullveldi

Þegar orrustan gegn aðild Íslands að ESB stóð sem hæðst voru margir sem bentu á að með inngöngu væri verið að fórna sjálfstæði landsins. Þetta þótti landsölufólkinu hin mesta fyrra, þó einstaka menn innan þess hóps aftækju ekki þann möguleika. Þeir kölluðu það þó ekki afsal, heldur deilingu, að fullveldinu yrði deilt meðal annarra þjóða ESB.

Hvert nafnið á slíku afsali er skipir ekki máli, meiru skiptir að þjóðin sjálf hefur þá ekki lengur um það að segja hverjir veljast til þess verks að stjórna henni og ákveða hvernig þjóðarauðnum er skipt. Kalla má það deilingu, en afsal er það.

Þetta hefur marg oft komið upp í samskiptum kommissara ESB við aðildarríkin. Löglegum og lýðræðislegum kosningum er hafnað og nú fær Spánn ekki að ákveða sín eigin fjárlög.

Ríki sem ekki ræður sjálft sínum efnahag er ekki lengur fullvalda, eins og maður sem missir yfirráð yfir eigin fjármálum er ósjálfráða. Nú hefur þetta hent Spán í verki og öll ríki ESB eru undir þann hatt settar.

Þannig virkar "deiling" á fullveldi, á nákvæmlega sama hátt og afsal þess. Þar á milli er enginn munur.

 


mbl.is Hafnar fjárlagafrumvarpi Spánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar og tímabærar ábendingar hjá þér sem oftar, Gunnar!

Höfum einnig í huga hvernig Brussel-valdaklíkan hefur skipt út ráðherrum á Ítalíu (og fekk sinn mann sem forsætisráðherra!) og í Grikklandi (fjármálaráðherrann).

Ennfremur hefur Evrópusambandið þrýst á og jafnvel þvingað sín "aðildarríki" í stjórnarskrármálum (Írland, Ungverjaland o.fl.). Og afskiptasemin minnkar ekki, heldur eykst!

Jón Valur Jensson, 13.10.2015 kl. 10:28

2 identicon

Þegar bretar ætluðu að meina spánverjum um að veiða í breskri lögsögu sagði BRUSSEL ney, við ráðum fiskveiðlögsögu allra landa í bandalaginu.

Það eru ótrúlega margir íslandingar sem vilja fórna sjálfstæðinu, en það er vegna þess að þeir eru illa uplýstir og vita ekki betur.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.10.2015 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband