"Vér einir vitum, vér viljum"
2.9.2015 | 20:28
"Vér einir vitum, vér viljum!" Þetta er meginhugsun ráðamanna varðandi byggingu á nýjum Landspítala. Og til að verja þessa hugsun sína er svokallað opinbert hlutafélag sem ber nafnið Nýr Landspítali látið semja við endurskoðunarstofu um eitthvað plagg sem á að styðja þessa hugsun ráðamanna. Það tók þessa ágætu endurskoðunarstofu örfáa daga að semja plaggið og niðurstaðan var auðvitað í samræmi við pöntunina.
Um skýrslu KPMG er efnislega fátt að segja. Hún er jafn rýr og tíminn sem til hennar var lagður. Þarna er notuð sama aðferð og áður, gamlar upplýsingar teknar og betrumbættar í þágu málefnisins. Ekki er að sjá að nokkur tilraun hafi verið gerð til að fara efnislega yfir þær athugasemdir og þá útreikninga sem t.d. Samtök um Betri spítala á betri stað, hafa komið fram með. Enda sá tími sem endurskoðunarstofan fékk svo stuttur að útilokað var að vinna einhverja vitræna skýrslu. Það var heldur ekki beðið um slíkt!
"Vér einir vitum, vér viljum". Þessi hugsanaháttur hefur aldrei skilað neinum árangri en oftar leitt til hörmunga. Svo virðist vera að stefni nú í eitthvað stæðsta og dýrasta slys af mannavöldum, á okkar landi. Þó við Íslendingar séum sennilega með heimsmet í slíkum afrekum, þá mun þetta slys slá út öll þau sem fyrr voru. Sandeyjarhöfn og Vaðlaheiðavatnsgöngin mun blikna við hlið þessa slyss!
"Vér einir vitum, vér viljum". Þessi hugsun virðist hertaka alla stjórnmálamenn jafn skjótt og þeir komast til valda. Það er því kannski ekki að undra þó fylgi flokka sé lítið. Í þessu tiltekna máli, sem mun kosta þjóðina á annað hundrað milljarða króna, eru það einmitt þeir flokkar sem verst koma út úr skoðanakönnunum, sem eru gerendur.
Þvermóðska og einræðistilburðir eiga ekki upp á pallborð íslenskra kjósenda. "Vér einir vitum, vér viljum" eru einkunnarorð þeirra sem slíka tilburði viðhafa!
Það er auðvelt að spila fjárhættuspil fyrir annarra manna fé!
Vatnaskil við byggingu nýs Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Það er ömurlegt að viðbjóðsleg valdaklíkan valti hér yfir allt og alla án þess að nokkrum vörnum verði við komið.
Jónatan Karlsson, 2.9.2015 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.