Forstjórinn talar í kross

Forstjóri Landspítala segir Hringbraut vera besta staðsetning fyrir nýjan Landspítala. Hann segir að nauðsynlegt sé að öll starfsemi spítalans sé á einum stað og í stað þess að starfsfólk spítalans aðlagi sig að bútasaumuðu misgömlu húsnæði eigi að hanna húsnæðið að þörfum starfsfólks og spítalans.

Þó liggur fyrir, að hans sögn, að ekki muni öll starfsemi verða við Hringbrautina, að ekki muni verða byggt yfir sumar deildir spítalans á þeim stað. Þá ligur fyrir að einu rökin fyrir staðsetningu spítalans við Hringbraut er það gamla húsnæði sem mun nýtast þar.

Uppbygging spítalans við Hringbraut þíðir að ekki muni öll starfsemi spítalans verða þar og að starfsfólk muni þurfa áfram að aðlaga sig að misgömlu húsnæði. Þess vegna telur forstjórinn þá staðsetningu besta!

Maðurinn talar í kross.

Húsnæðið sem fyrir er á lóð Landspítalans við Hringbraut mun nýtast þó spítalanum verði fundinn betri staðsetning. Það mun nýtast sem skiptimynnt og það dágóður slatti. Hins vegar er aðgengi að þessum stað skelfilegt, framtíðarmöguleikar engir og nánast allt þessari staðsetningu nýjum spítala í óhag.

Það er mikil skammsýni að ætla starfsemi sem er í mikilli þróun og mun verða áfram um ókomin ár, svo naumt skammtaða lóð að ekki skuli vera hægt að koma þar fyrir þeirri starfsemi sem þegar er fyrir hendi, hvað þá að möguleikar séu til að taka við því sem nánasta framtíð býður uppá.

Það er mikil skammsýni að ætla starfsemi sem kallar á mjög mikla umferð ökutækja, að maður tali ekki um umferð neyðarbíla, staðsetningu sem hefur mjög takmarkað aðgengi.

En sumir hugsa einungis um gærdaginn, er ómögulegt að gera sér grein fyrir því að hann er liðinn og framtíðin allt önnur.


mbl.is Hringbraut heppilegasta staðsetningin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Gunnar; þetta er rétt athugað hjá þér:

Hver er stefna þíns flokks í málinu?

-------------------------------------------------

Leiðir til úrbóta:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1683758/

Jón Þórhallsson, 29.8.2015 kl. 09:54

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég á nú engann flokk Jón og er ekki bundinn neinum sérstökum heldur.

Hitt er svo annað mál að verkefni eins og bygging landspítala á ekki að vera eitthvað pólitískt þrætuepli. Þannig verkefni ættu allir að geta orðið sammála um, hvar í flokki sem þeir eru.

Það er því skelfilegt til að hugsa að ekki skuli vera hægt að fá þá að borðinu sem ráða, hvort sem um er að ræða borgaryfirvöld eða landsstjórnina og ræða þetta mál af einhverri skynsemi. Það er langt frá því að einhver skynsemi sé í því að æða áfram og byggja við Hringbrautina.

Í raun má nefna hvaða staðsetningu aðra, hún mun alltaf verða betri.

Gunnar Heiðarsson, 29.8.2015 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband