Þorbjörn Þórðarson "fréttamaður"
13.8.2015 | 09:58
Þorbjörn Þórðarson, sem titlaður er fréttamaður í fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs, ritaði grein í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins. Ekki kemur fram hvort um frétt sé að ræða eða hvort þarna er pólitískur málflutningur á ferð, enda skiptir það í sjálfu sér litlu máli. Framsetningin og fáviskan um efnistökin setja óumdeilanlega gæsalappir um þann titli sem Þorbjörn skreytir sig með.
Þarna tekur Þorgjörn fyrir styrkjakerfið og tollverndina í íslenskum landbúnaði og telur það vera ölmusu til bænda. Ekki nefnir hann þó nokkurt ríki í hinum vestræna heimi þar sem slíkt styrkjakerfi og tollvernd er ekki við líði, enda útilokað að finna slíkt ríki.
Þorbjörn Þórðarson hefur fengið fríar ferðir til Brussel og frítt uppihald þar, í boði ESB. Það eru auðvitað hvorki styrkir né ölmusur, þó ég persónulega viti ekki hvað það skal heita. En burtséð frá því, þá ætti Þorbjörn að hafa fengið einhverja innsýn inn í hvernig landbúnaðarstefnu sambandsins, GAP, virkar. Þá ætti hann að vita að yfir 40% af öllum útgjöldum ESB er til landbúnaðar innan þess. 40% er ekki svo lítil upphæð, árið 2013 voru þetta yfir 50 milljarðar evra, eða á gengi dagsins í dag rétt um 7.400 milljarðar íslenskra króna. Vandinn er hins vegar sá að stæðsti hluti þessara styrkja berast til tveggja landa, Þýskalands og Frakklands og oftar en ekki fá þeir stæðstu styrkina sem minnst þurfa á þeim að halda og öfugt. Þetta hefur leitt til þess að svokölluð jaðarríki innan ESB berjast í bökkum og sennilega lýsir ástandið í Finnlandi þessu best. Hér á landi eru þessir styrkir þó framleiðslubundnir og skila sér því eins skynsamlega og hægt er.
Ekki er tollavernd milli ríkja innan ESB en því sterkari á landmærum sambandsins. Og þeir tollamúrar eru ekki einungis vegna landbúnaðarvara, heldur nánast gegn öllu því sem hægt er að framleiða innan sambandsins. Þar er iðnaður varinn stórkostlega með alls kyns tollavernd. Það er nefnilega svo að stjórnmálamenn og íbúar, telja nauðsynlegt að verja eigin framleiðslu. Þannig er það um allan heim. Sennilega er Ísland einstakt á þessu sviði, þar sem einungis hluti landbúnaðar er varinn með tollum, allir aðrir þurfa að keppa á eigin verðleikum við þjóðir sem verja sína framleiðslu.
Ef frið er vestur um haf, til BNA, kemur í ljós að styrkjakerfið þar til landbúnaðar er einnig töluvert, þó það nái kannski ekki sömu hæðum og innan ESB. En þar eins og hér, er mun markvissara kerfi og skilvirkara. Tollavernd BNA vegna landbúnaðar er hins vegar engu minni en ESB. Í samanburðinum er Ísland einungis hálfdrættingur í tollverndinni.
Auðvitað væri það best ef allar þjóðir afnæmu tollavernd og styrki til landbúnaðar. Að samkeppnin væri frjáls og hver fyrir sig byggði á framleiðslukostnaði og gæðum. Inn í slíka samkeppni gætu íslenskir bændur gengið með stolti. En slíkt verður ekki gert einhliða, allir þurfa að koma að því borði.
Einn fylgifiskur þessarar hugmyndar mun þó sennilega hræða marga og standa í vegi þessa. Landbúnaðarvöru munu þá hækka í verði og það verulega. Hér á landi mun sú hækkun kannski ekki verða mikil, kannski bara um þá milljarða sem ríkið greiðir til landbúnaðarins. Það færi þó eftir því hversu vinsælar íslenskar landbúnaðarvörur yrðu erlendis, hugsanlega gæti hækkunin orðið mun meiri. Innan ESB og BNA myndu hins vegar landbúnaðarvörur hækka verulega. Innan ESB vegna afnáms hins gígatíska styrkjakerfis og inna BNA vegna þess að þar er styrkjakerfið fyrst og fremst notað sem verðstýring, sem þá myndi afnemast.
Þá komum við loks að kjarna málsins. Það kostar að framleiða mat og þann kostnað verða neytendur matarins að borga. Í hinum vestræna heimi hefur verið valin sú leið að í stað þess að neytendur greiði fullt verð fyrir matinn, þá fái bændur hluta kostnaðar greiddan úr sameiginlegum sjóðum viðkomandi ríkis eða ríkjasambands.
Hvort þessi stefna er rétt eða röng er endalaust hægt að deila um. Hitt er ljóst að fyrir bændur skiptir litlu máli hvaðan aurinn kemur. Þar eru hagsmunir annarra sem þyngra vega. Hætt er við að atvinnurekendur í landinu yrði lítt hrifnir af því að þurfa að hækka laun landsmanna, svo þeir geti keypt óstyrktar landbúnaðarafurðir. Það má allt eins líta styrki til landbúnaðar sem niðurgreiðslu launakostnaðar fyrirtækja.
Hitt liggur alveg ljóst fyrir að engin ein þjóð getur tekið sig út úr þessu kerfi, þar þarf alla til. Þá má einnig setja spurningamerki við það hvort ESB væri tilbúið að styrkja þann landbúnað hjá sér sem seldi vörur til Íslands. Við greiðum blessunarlega ekkert inn í GAP kerfi ESB og því borðliggjandi að það kerfi fer varla að greiða niður vörur til okkar.
Það er erfitt að taka Þorbjörn Þórðarson alvarlega sem fréttamann, eftir að hafa lesið þessa grein hans. Fáviskan um efnistök eru þar allsráðandi og því spurning hvort sú fáviska sé einnig á fleiri sviðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.