9 klukkutíma eða 9 vikur ?

Það er dæmalaust hvernig forgangsröðun hjá sumum er. Þegar flugvirkjar höfðu verið í verkfalli í 9 klukkustundir, veturinn 2010, setti þáverandi ríkisstjórn lög á verkfallið. Nú hafa staðið yfir verkföll hjá starfsfólki í heilbrigðisgeiranum í yfir 9 vikur. Þegar núverandi stjórnvöld ætla að skera á þann hnút, hrópa þeir hæðst sem að lögum gegn verkfalli flugvirkja, fyrir fimm árum síðan, stóðu.

Það er vissulega alvarlegt mál þegar hópur fólks getur lokað flugi til og frá landinu, með verkfalli. Og ekki er um það að efast að margir tapa peningum á slíkri verkfallsaðgerð. En þarna er einungis um veraldleg gæði að tefla. Þau veraldlegu gæði virðast vera hugleiknari vinstri flokkunum en líf og heilsa landsmanna. Svo mikið að eftir 9 klukkustanda verkfall þótti sjálfsagt að setja lög til að stöðva verkfall fligvirkja, en ekki má setja sömu lög þegar heilbrigðiskerfið hefur verið nánast lamað í rúmar 9 vikur.

Vinstri flokkarnir setja þarna veraldlegu gæðin ofar hinum líkamlegu og andlegu.

Undir það sjónarmið og slíka forgangsröðun get ég ekki tekið.


mbl.is Studdi lagasetningu fyrir 5 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband