Réttarríki?

Okkur Íslendingum hefur verið talin trú á að við lifum í réttarríki. Að hér á landi sé skipting milli löggjafavalds, framkvæmdavalds og réttarkerfis skýr. Í réttarríki er hver saklaus uns sekt er sönnuð. Enginn á að þurfa að sanna sakleysi sitt, heldur er það lögreglurannsóknar að sanna sök og dómstóla að dæma.

Því ber nýtt við þegar tveir ÞINGMENN efast um þessa skiptingu, á opinberum vettvangi og vilja taka að sér dómsvaldið. Annar krefst einnig rannsóknarvalds.

Það er veruleg spurning hvort þessir tveir þingmenn og aðrir þeir þingmenn sem undir mál þeirra taka, séu vaxnir sínu starfi. Þá hlýtur maður að spyrja hvern mann það fólk hefur að geyma sem tekur Gróusögur sem heilagann sannleik, vill frekar trúa því fólki sem brýtur lög til fjárhagslegs ávinnings, en þeim manni sem slíkri kúgun og ásökuninni sem henni fylgdi, vísar málinu til lögreglurannsóknar.

Ég er ekki með þessu að tala um þöggun eða neitt í þeim dúr. Þetta mál er komið fyrir réttarkerfið, að frumkvæði þess manns sem þessir þingmenn eru svo áfram um að sakfella og dæma. Og þar sem málið er komið fyrir réttarkerfið, mun það væntanlega taka á öllum öngum þess.

Það er ekki þingmanna að rannsaka sök og dæma menn. Eina undantekningin á því er þegar Landsdómur er vakinn upp og allir vita hvernig til tókst í það eina skipti sem það hefur verið gert.

Nei, það er ekki þingmanna að rannsaka sök og dæma. Þeirra hlutverk er að setja lög og fara með yfirstjórn landsins. Hins vegar getur alþingi ályktað um málefni, ef tilefni er til. Vel væri hugsanlegt, EFTIR að rannsókn málsins hefur farið fram og dómur hefur fallið, að alþingi álykti um það. Þá getur alþingi breytt lögum, falli dómur sem því finnst ekki réttur.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Róbert Marshal gera allan storminn sem varð hér fyrir ári síðan vegna svokallaðs lekamáls að lítilli golu.


mbl.is Óeðlilegt eigi ráðherra fjölmiðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband