Bjánaleikari eða bara bjáni?

Það er hálf ömurleg grein sem Jón Gnarr ritar í helgarblað Jóns Ásgeirs. Þar leggur hann út frá því sem hann kallar bjánapopp, þ.e. tónlist sem var vinsæl á árum áður og margir enn hrifnir af. Þessari tónlist afneitar Jón Gnarr í grein sinni og ástæðan er að nokkrir þeirra sem vinsælir voru af sinni tónlist, hér áður fyrr, hafa á einhvern hátt misboðið Jóni í annarri tjáningu en með tónlist sinni. Þarna nefnir Jón til sögunnar nokkra nafnkunna menn og fer heldur langt í þeirri upptalningu sinni, þar sem hann tilgreinir menn sem ekki hafa á neinn hátt misboðið einum né neinum, nema kannski þeim sem ekki voru hrifnir af þeirri tónlist sem Jón nefnir bjánapopp.

Það er eitt að nefna einhverja tónlist bjánapopp, allt eins þá hægt að tala um bjánaleiklist. Þetta gera bara grunnhyggnir menn sem annað hvort skammast sín fyrir eitthvað, eru á einhvern hátt bældir, eða einfaldlega svona eindæma heimskir.

Að blanda síðan listsköpun manna við aðra hætti þeirra er enn fávitalegra. Ekki hætti ég að horfa á hina ágætu Fóstbræður, þó skoðanir mínar á Jóni Gnarr sem pólitíkus séu langt frá því að vera miklar. Ekki hætti ég að lesa sögur Einars Kárasonar, hlusta á frábæra tónlist Bubba Mortens þó báðir þessir menn hafi gengið oft á tíðum gjörsamlega fram af mér með framkomu sinni og æði, utan síns listræna vettvangs. Fleiri listamenn mætti auðvitað telja, sem af örlæti sínu gefa okkur af sinni fræbæru listsköpun en ganga síðan fram af fólki utan sviðs. Listin er jafn góð eftir sem áður og hægt að njóta hennar af heilhug.

Þessi skrif Jóns Gnarr eru honum til mikillar minnkunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað finnst MEIRIHLUTA REYKVÍKINGA sem kusu hann?

Jón Þórhallsson, 3.5.2015 kl. 15:05

2 identicon

Maðurinn er í einhverri tilvistarkreppu.  Tvíhöfðasketsinn um flugvöllinn var afspyrnu slappur.  Hvort sem þar var á ferðinni bjánalegur pólitíkus eða bara einhver bjáni þá var hann einfaldlega ekki fyndinn.  Besti flokkurinn var dýrt spaug - fyrir suma.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.5.2015 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband