Gylfi og kjarasamningar

Gylfi fékk að halda ræði í ár, á frídegi verkafólks. Hann hefur ekki alltaf verið aufúsugestur á þessum hátíðardegi verkafólks og stundum gengið erfiðlega eða ekki, að fá að halda slíkar hátíðarræður. Enda hefur þessi maður veikt bakland frá verkafólki, þó bakland hans innan Samfylkingar sé nokkuð sterkara.

Nú talar hann um að sitjandi ríkisstjórn sé "ríkisstjórn ríka fólksins". Þetta byggir hann á því að ríkisstjórnin hafi lækkað skatta á fyrirtækjum landsins. Það er rétt hjá honum, ríkisstjórnin hefur vissulega lækkað skatta á fyrirtækjum, enda var skattlagning síðustu ríkisstjórnar langt komin með að leggja alla atvinnustarfsemi af í landinu og full þörf á að lækka álögur á þeim. Þetta hefur líka skilað sér í því að flest fyrirtæki blómstra, sýna góðan hagnað. Þá er væntanlega auðveldara fyrir verkalýðsforustuna að sækja kjarabætur og kannski Gylfi ætti að leyfa þeirri forystu sem nú stendur í kjarabaráttu fyrir launafólk að vinna þá vinnu í friði.

En Gylfi vill ekki hækkun launa, hann vill að stjórnvöld skattleggi fyrirtækin og greiði síðan úr sjóðum ríkisins til launþega, með einum eða öðrum hætti. Þetta er hin tæra jafnaðarstefna í hnotskurn. Því miður er enginn jöfnuður fenginn með þeirri stefnu, þvert á móti skapar hún enn frekari ójöfnuð. Þetta fyrirkomulag hefur aldrei gengið til lengdar og skilar alltaf verra þjóðfélagi.

Gylfi boðaði reyndar fleira í þessari hátíðarræðu sinni. Hann boðaði að ASÍ myndi taka yfir kjarabaráttuna og að hann myndi leiða þá baráttu. Reynsla undanfarinna ára af afskiptum hans að kjarabaráttu launþega er með þeim hætti að ekki er sómi af. Síðustu tveir kjarasamningar sem hann hefur staðið að hafa gefið launafólki launahækkun á síðustu fimm árum langt undir verðbólgu og enn lengra undir meðaltals launavísitölu. Á þessum árum hefur launafólk fengið að nálægt 50þ kr hækkun Glæsilegur árangur, eða hitt þó heldur. Þá stóð þessi maður að því að semja um kjaraskerðingu við þáverandi stjórnvöld, skömmu eftir hrun. Það má vissulega segja að þörf hafi verið á að herða ólina á þeim tíma, þegar enginn vissi hvert stefndi, en slíkan samning gera menn ekki nema í honum komi fram að þær skerðingar skili sér til baka og þá hvenær. Þessu gleymdi blessaður maðurinn. Of langt mál er að telja upp öll glappaskot Gylfa gagnvart kjörum launþega landsins, en megin stefið hjá honum hefur alltaf verið að þjóna sínum stjórnmálaflokki umfram þá sem greiða honum laun.

Það er vonandi að þeir sem nú leiða kjarabaráttu launþega láti þessi orð Gylfa sem vind um eyru þjóta, að þeir haldi samningsumboðinu frá ASÍ. Samstöðu allra stéttarfélaga er vissulega hægt að mynda, en ASÍ má alls ekki koma að því borði. Þá er út um auknar bætur fyrir launafólk, enda Gylfi ekki að hugsa um það. Hans markmið er að vinna gegn stjórnvöldum, að vinna fyrir það eina bakland sem að honum stendur, Samfylkinguna.

Kjarasamningar eiga að vera á milli atvinnurekenda og launþega. Stjórnvöld eiga sem allra minnst að koma að því borði. En til að svo megi verða þurfa fyrirtækin að hafa rekstrargrundvöll, að skattlagning leggi þau ekki á hliðina. Þennan rekstrargrundvöll hefur núverandi ríkisstjórn skapað og því á valdi verkalýðsforustunnar að sækja kjarabætur til þessara fyrirtækja. Það mun takast, svo fremi ASÍ og Gylfa er haldið frá samningsborðinu.

Gylfi Arnbjörnsson og kjarabarátta launafólks eiga ekki saman. Það hefur hann sannað svo ekki verður um villst.


mbl.is Gylfi: ríkisstjórn ríka fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Verkalýdsforingi" sem er med vel á adra milljón á mánudi í laun, situr einnig í stjórn lífeyrissjóds. Lífeyrissjóds thar sem allt kapp er lagt á ad vidhalda verdtryggingunni gangandi fram í raudan daudan, vinnuveitendum "verkalýdsforingjans" til mikils ama og búsifja. Lífeyrissjóds sem á hlut í mörgum af theim fyrirtaekjum sem verid er ad semja um kjarabaetur vid, thessa dagana og hvorki gengur né rekur med. Fyrirtaekjum sem greida jafnvel stjórnendum sínum ofurlaun, mörg hver. "Verkalýdsforingi" med thessa ferilskrá aetti ekki ad hrópa á torgum á 1. maí, heldur fara med veggjum og helst steinthegja, thó ekki vaeri nema fyrir árangur sídastlidinna kjaravidraedna, sem hann hefur hampad og staert sig af.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.5.2015 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband