Og við virkjum bara Gullfoss
20.4.2015 | 20:40
Fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands, sem kallar sig nú ráðgjafa, segir að forsenda sæstrengs milli Íslands og Bretlands sé að stjórnvöld þessara landa nái saman. Þetta er kolrangt hjá "ráðgjafanum", forsendan er hvort við Íslendingar, þjóðin, sé tilbúin að nota okkar fyrirtæki til að fórna heill landsins, svo Bretar geti fengið okkar orku.
Eitt sinn var stungið upp á að virkja Gullfoss og jafnvel norðurljósin. Þetta hefur oftar en ekki verið notað sem brandari í ræðu og riti. Kannski var sá sem stakk upp á þessu svona framsýnn. Ef strengur verður lagður til Bretlands þarf eina og hálfa Kárahnjúkavirkjun til að dæla rafmagni í strenginn. Hluti af þeirri orku mun ná til Bretlands en hluti hennar mun hverfa í hafið, sem orkutap. Til að virkja svo mikið liggur beinast við að virkja Gullfoss og kannski mætti bora við Geysi og setja þar gufuaflsstöð.
Það er ljóst að þetta mál er komið mun lengra en góðu hófi gegnir. Það er kominn tími fyrir landsmenn að vakna, ef þeir kæra sig um að afkomendur þeirra geti lifað mannsæmandi lífi hér á landi, til framtíðar!!
Vítin eru til að varast þau og víti sæstrengja má sjá í Noregi!
Bretar vilja fjármagna sæstreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er næg óbeisluð orka á Íslandi til að uppfylla óskir Breta um raforku um sæstreng. Þú bendir á Gullfoss, en við skulum ekki gleyma Dettifossi, Goðafossi, Aldeyjarfossi og Glym. Auðvitað er auðvelt að stjórna vatnsrennslinu og auka það sem streymir um fossana hæfilega meðan ferðamenn sem greiða aðgangseyri eru á svæðinu. Að nóttu til og þegar veðrið er óhagstætt ferðamönnum er auðvitað hægt að mala gull á fullu.
Svo má auðvitað ekki gleyma minni fossum og flúðum sem beina má athyglinni að þegar hinir stóru aflmiklu hafa verið virkjaðir.
Á hálendinu er rými fyrir ótölulegan fjölda glæsilegra vindrafstöðva. Auðvitað verður að taka tillit til umhverfissjónarmiða og leggja allar raflínur í jörð til að koma í veg fyrir sjónmengun, en hvað er glæsilegra en vindlundir með hundruðum skjannahvítra vistvænna rafstöðva sem framleiða ómengaða sjálfbæra raforku?
Guð blessi Ísland
Ágúst H Bjarnason, 20.4.2015 kl. 22:15
Ég hjó sérstaklega eftir því þegar Sigþór jónsson, framkvæmdarstjóri Íslenskra Verðbréfa, annar fummælenda sagði að hægt væri að selja raforkuna á um 7 sinnum hærra verði til breta en til stóriðju á Íslandi. Ætli hann sé þá að tala um svipað verð og til íslenskra notenda?
thin (IP-tala skráð) 20.4.2015 kl. 23:09
Hvað með komandi kynslóðir á Íslandi.! Það er stutt í það að ekki verður hægt að virkja hér meir,hvursu á náttúra vor að gjalda.?
Númi (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 00:14
Hér sjá menn viðskiptatækifæri í hverjum foss
snjóhengjan í Seðlabankanum eru greinilega smáaurara
samanborið við það fjármagnsflæði sem senda mætti til ESB í gegnum þennan sæstreng.
"almenningur" mundi fá einhverja brauðmola eftir að allir aðrir eru búnir að fá allt sitt með rentu
en það þarf enginn að efast um hver fær að borga og borga og borga og borga
Grímur (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 01:49
Grímur, það er skiljanlegt að þú óttist að þær gífurlegu gjaldeyristekjur sem sjöföldum á orkuverði mundi færi Íslendingum, myndi að langmestu leyti lenda hjá sérhagsmunahópunum.
En það er til ráð við því. Þjóðin þarf ekki annað en að hætta að kjósa þá flokka sem nú fara með völdin. Með stjórnarandstöðuflokkana við stjórnvölinn er engin hætta á að Landsvirkjun verði seld.
Sjálfstæðisflokkurinn vill selja Landsvirkjun vildarvinum fyrir spottprís áður en ákvörðun er tekin um sæstreng. Þess vegna dregur Ragnheiður Elín lappirnar.
Það verður svo verkefni nýrra eigenda að margfalda virði fyrirtækisins meðal annars með því að selja orkuna á sjöföldu verði í gegnum sæstreng.
Þessi stefna hefur verið hér ríkjandi lengi með skelfilegum afleiðingum. Ef við hefðum farið að eins og Norðmenn og látið almenning njóta sameiginlegra auðlinda væri staða okkar eflaust ekki verri en þeirra enda er verðmæti okkar auðlinda á íbúa talið vera meira en þeirra.
Krónan gefur góð tækifæri til að hrifsa til sín almenningseignir þegar illa árar og gengi hennar hrynur. Þá gæti ríkið jafnvel neyðst til að selja Landsvirkjun.
Ásmundur (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 00:21
Sjöföldun á orkuverði er tálsýn. Verið getur að orkuverð úr syðri enda strengsins verði sjö sinnum hærra en stóriðjan á Íslandi greiðir, en hér við norður endann verður verðir mun lægra, jafnvel svo lágt að Landsvirkjun beinlínis tapi á sölunni.
Þessi rök draumórafólksins eru jafn sterk og öll umframorkan sem það ætla að selja, þegar orkuskortur er í landinu, svo mikill að Landsvirkjun hefur þurft að greiða fyrirtækjum bætur, fyrir að taka af þeim forgangsorkuna, eftir að öll afgangsorkan hefur verið upp urin.
Þá er aldrei minnst á það orkutap sem verður um strenginn. Vel mætti hugsa sér að reka nokkur fyrirtæki hér á landi fyrir þá orku eina og skaffa þannig atvinnu og lífsviðurværi.
Að selja orkuna úr landi, án þess að nokkur virðisauki verði af henni hér á landi, er eins hálfvitalegt og hugsast getur. Tuttuguföldun á verði gæti ekki rétlætt slíka heimsku.
Hins vegar, ef Bretar eru svo aðþrengdir með orku að tvær milljónir breskra heimila lifa við skort, má alveg hlaupa undir bagga með þeim. Við tökum bara hingað til lands einhver fyrirtæki frá þeim þannig orkan sem til þeirra fer geti nýst til þessara tveggja milljóna heimila.
Þannig er hægt að sleppa við að leggja strenginn, ekki þarf að framleiða orku sem Atlantshafið tekur til sín og allir geta verið ánægðir.
Gunnar Heiðarsson, 23.4.2015 kl. 06:50
Auðvitað er vit í að selja orkuna á margföldu verði miðað við núverandi verð beint til útlanda í gegnum sæstreng.
Að halda öðru fram væri eins og að segja að norðmenn megi ekki selja olíu til útlanda heldur eigi þeir að nota hana sjálfir sem væri algjör firra.
Sá mikli hagnaðarauki sem felst i orkusölu um sæstreng opnar möguleika á ýmiss konar eftirsóknarverðari starfseimi en stóriðju sem er í raun leið vanþróaðra ríkja til framfara. Eiturspúandi stóriðja fer illa saman við vaxandi ferðamannaþjónustu auk þess sem landbúnaður hefur liðið fyrir hana.
Bretar munu byggja sæstrenginn á sinn kostnað svo að hann verður ekki okkar áhyggjuefni. Með sæstreng verður loks raunhæfur möguleiki á að hagnast vel á raforkusölu. Eins og staðan er núna getur rekstrarafkoman orðið neikvæð þar sem orkuverðið er bundið við álverð sem getur lækkað enn frekar. Og vextir munu örugglega hækka verulega.
Það er ekki bara verðið sem mun gera raforkusölu í gegnum sæstreng mjög arðvænlega. Nýtingin skipti ekki síður máli. Td væri hægt að selja verulegan hluta af núverandi orkuframleiðslu um sæstreng og jafnvel kaupa orku við mjög sérstakar aðstæður. Í því felst mikið öryggi.
Þegar núverandi samningar renna út verða Íslendingar í miklu betri aðstöðu til að semja um hærra verð við endurnýjun þeirra. Einnig gæti komið til greina að hafna frekari samningum vegna stóriðju og losa sig þannig smám saman við hana að hætti þróaðra ríkja.
Vonandi hafa Íslendingar vit á að hafna ekki þessari leið til aukins velfarnaðar og meiri stöðugleika.
Ásmundur (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.