Sennilega nokkuð vit í þessari skýrslu
1.4.2015 | 10:27
Auðvitað rísa bankamenn upp á afturlappirnar. Allar breytingar sem draga úr völdum þeirra eru umsvifalaust afskrifaðar. En þegar menn eins og fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokks í nokkra daga, sér einungis gallana, er ljóst að hugmyndin er allra skoðunar verð og sennilega nokkuð skynsöm.
Reyndar er þarna um að ræða róttæka breytingu, sem aldrei hefur áður verið reynd. Sumir líkja þessu við "gullfótinn" sem reyndur var í Bandaríkjunum og vel má vera að einhver samlíking sé þarna á milli, á einhverjum sviðum.
Allar hugmyndir hafa kosti og galla. Þessi hugmynd er ekkert undanþegin því og því mikilvægt að skoða hana vel.
Hins vegar eru kostir og gallar núverandi kerfis þekktir og ljóst að gallarnir hafa þar mikla yfirburði gagnvart okkur sem þjóð. Lang stæðsti galli núverandi kerfis er auðvitað það vald sem bankastofnunum er gefið, með sjálfvirkri peningaútgáfu án innistæðu. Þarna kemur gjaldmiðillinn lítið við sögu, þar sem sami vandi er að leggja evruna. Munurinn er einungis sá að við erum ein með krónuna og því auðveldara fyrir okkur að fara í slíka kerfisbreytingu sem tillagan hljóðar upp á. Nánast útilokað væri fyrir evrulönd ráðast í slíka kerfisbreytingu.
Nú liggur á að efnisatriði skýrslunnar verði rædd, að umræðunni verði haldið við staðreyndir en ekki upphrópanir. Kannski þarf að útiloka bankana og þá menn sem þar starfa frá því spjalli, svo hægt sé að ræða þessa skýrslu af einhverri skynsemi. Það vita allir hug bankakerfisins og engin ástæða til að halda honum á lofti.
Bankarnir vilja áfram sama kerfi, vilja halda völdum yfir fjármagninu. Þeir vilja hafa sama kerfi og kom okkur nánast á kaldann klaka haustið 2008. Það sorglega er að þessa breytingu hefði átt að gera í tengslum við uppbyggingu hagkerfisins, eftir hrunið. Nú er bankakerfið orðið svo útblásið að erfiðara verður við að eiga.
Eins og að nota fallbyssu á rjúpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.