Rothögg fyrir landsbyggðina
25.3.2015 | 18:02
Hvað fengu stóru bankarnir mikla fyrirgreiðslu úr ríkissjóð, við stofnun þeirra eftir hrun? Hvað fengu þeir mikla fyrirgreiðslu í gegnum lánasöfnin, sem færð voru úr öskustó gömlubankanna yfir í þá nýju?
Það er ekki saman að jafna, bankakerfinu sem látið var fara á hausinn og endurreyst með styrkjum úr ríkissjóð auk þess að fá færð lánasöfnin á hrakvirði, eða Íbúðalánasjóð sem baslaðist gegnum hrunið með aumingjastyrkjum úr ríkisjóð, sem auðvaldið hélt hátt á lofti með dyggum stuðning fjölmiðla.
Og nú vilja bankarnir Íbúðasjóð út af borðinu, svo þeir séu einir um hituna. Samkeppni, í hverri mynd sem hún er, þóknast ekki bankaveldinu! Það er undarlegt að þingmaður Sjálfstæðisflokks skuli koma með svona bull. Þingmaður í flokki þar sem frjáls samkeppni er ein af grunnstoðum flokksins. Nei, þessi þingmaður velur auðveldu leiðina, leið fjármagnsaflanna, þar sem samþjöppun og einokun ræður ríkjum. Maður hélt í sakleysi sínu að þau sjónarmið hefðu liðið undir lok við síðustu kosningar, þegar krataklíkan var rassskellt fyrir þægð sína við auðaflið.
Nær væri að stjórnvöld gerðu fyrir Íbúðalánasjóð eitthvað í líkingu við það sem gert var fyrir bankakerfið. Þá stæði þessi sjóður traustum fótum.
Eitt liggur þó kristaltært fyrir, að ef Íbúðalánasjóður verður aflagður mun það verða rothögg á landsbyggðina. Einkareknu bankarnir kæra sig ekki um að lána til húsbygginga þar, utan kannski allra stæðstu byggðakjarnana. Einkareknu bankarnir og reyndar líka sá sem að nafninu til er í eigu ríkissjóðs, vilja bara lána á stór - höfuðborgarsvæðinu og þá hellst til hótela. Landsbyggðin er þessum bönkum ekki þóknanleg.
En hvað kemur það Borgnesingnum Guðlaugi Þór við? Hann er fyrir löngu fluttur suður fyrir Faxaflóann, burt af heimaslóðum.
Verðum að hætta starfsemi Íbúðalánasjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Gunnar minn æfinlega: sem og aðrir gestir þínir !
Það er ágætt: að þú skulir loks gera þér fyllilega ljóst / hvers lags hrakmenni fara með stjórnina, í landinu.
Þér að segja - hugði ég um hríð, að neðar yrði vart komist, þegar ruzlara hjúin Jóhanna og Steingrímur J. réðu hér ríkjum (2009 - 2013).
En - þessir vitfirringar: sem nú sitja stjórnarráðið toppa hrylling þeirra:: algjörlega, frændi.
Með beztu kveðjum á Vesturlandið að vanda - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 20:18
Ég er nú ekki sammála þér Gunnar. Bara sem dæmi þá er hægt að fá lán til húsnæðiskaupa hjá Sparisjóði Norðfjarðar, á þokkalegum kjörum.
Ég sé lítinn mun á því að blæða hratt eða hægt út. Við erum að punga út í gamlar syndir ÍLS á hverju ári risavöxnum upphæðum, sem verður að taka einhversstaðar úr buddu skattgreiðanda.
Það er búið að rembast eins og rjúpan við staurinn í áratugi við að halda úti ríkisapparati sem lánar fólki fyrir húsnæði. Mér finnst persónulega alveg nóg komið af þeirri tilraunastarfsemi.
Ég hef ekki orðið sérstaklega var við það að lán til húsnæðiskaupa á landsbyggðinni séu með hærri vanskilaáhættu en þau sem veitt eru á mölinni.
Sindri Karl Sigurðsson, 25.3.2015 kl. 21:51
Takk fyrir innlitið frændi.
Ekki er víst að sparisjóður Norðfjarðar sé tilbúinn eða hafi getu til að lána um allt land Sindri. Og ef farið er að tala um sparisjóðina, þá hafa þeir nú fengið fé úr ríkissjóð. Þekki reyndar ekki hvað eða hvort sparisjóður Norðfjarðar er inn í því styrkjakerfi. Og jafnvel þó tugum milljarða hafi verið veitt til sparisjóðakerfisins er það bara svipur hjá sjón, einungis örfáir eftir í landinu. Nú síðast fréttist af því að sparisjóður Vestmanneyja sé kominn í gjörgæslu.
En það er með sparisjóðakerfið eins og Íbúðalánasjóð, að jafnvel þó nokkru fé hafi verið veitt í þá er samkeppnisgrunnur þeirra gagnvart stóru bönkunum skakkur, þrælskakkur, vegna þeirra gífurlegu fjármuna sem þeir fengu við endurreisnina. Enginn sparisjóður, ekki frekar en Íbúðalánasjóður, hefur fengið afskriftir af lánasöfnum sínum, eins og stóru bankarnir fengu. Enginn sparisjóður, ekki frekar en Íbúðalánasjóður, hefur getað fært upp eigið fé sitt með sama hætti og stóru bankarnir, gegnum lánasöfn sín.
Það er þetta sem málið snýst um, samkeppnin er skökk. Og nú vilja stóru bankarnir stíga skrefið til fulls og leggja það litla sem eftir er af þessari skökku samkeppni niður, með því að yfirtaka lánasöfn Íbúðalánasjóðs, á góðum afslætti!
Norðfirðingar þurfa þó ekki að óttast, stóru bankarnir hafa lítinn áhuga á sparisjóð þeirra, enda landsbyggðin ekki í uppáhaldi hjá þeim bönkum. Þetta sást þegar lánasöfnin færðust úr brunarústum gömlu bankanna yfir í þá nýju. Einungis örsmár hluti þess var á landsbyggðinni. Þetta hefur einnig sést eftir að nýju bankarnir tóku til starfa og til dagsins í dag, þegar útibú þessara banka eru þurrkuð út af landakorti landsbyggðarinnar, eitt af öðru.
Engu líkara en að þessir bankar, sem endurreistir voru fyrir hundruð milljarða úr ríkissjóð, auk gjafagjörning á lánasöfnum, sé kominn í samkeppni um hver þeirra geti veitt minni þjónustu og hver geti rukkað meira fyrir þá þjónustuskerðingu!!
Gunnar Heiðarsson, 26.3.2015 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.