Er gengið rétt skráð ?
9.3.2015 | 11:48
Eldsneytisverð erlendis féll eins og steinn í haust. Um áramót virtist það hafa náð nokkru jafnvægi, orðið einungis helmingur þess sem það var áður og hefur haldist á þeim slóðum síðan. Hér á landi kom þessi lækkun mun seinna, enda vani innflutningsaðila að bíða með lækkanir, þó hækkanir fylgi gjarnan verði á erlendum mörkuðum. En lækkunin hér varð mun skemmri en erlendis og núna síðustu daga hefur verð hækkað stöðug.
Allt eldsneyti sem hingað kemur er verslað fyrir dollara og þar má kannski skýra hvers vegna eldsneytisverð til neytenda hér á landi lækkaði ekki eins mikið og verð á erlendum mörkuðum. Það skýrir kannski líka að hluta þá hækkun sem verið hefur síðustu daga.
Á sama tíma og verð á eldsneyti féll erlendis, féll gengi evrunnar einnig. Einhverra hluta vegna hefur íslenska krónan fylgt falli evrunnar, sem þýðir að dollarinn hefur hækkað gífurlega á þessu tímabili. Það skilar aftur allt of háu eldsneytisverði til neytenda hér á landi. Dollar hefur hækkað á þessum tíma gagnvart krónu um 20%, meðan gengi hinnar fallandi evru hefur einungis lækkað um 4% gagnvart krónunni. Hvers vegna?
Það er til of mikils mælst að ætla að eldsneytisverð lækki jafn mikið hér og erlendis, þó olíufélögunum þyki eðlilegt að það hækki í takt við erlendu sveifluna. Skattar og gjöld eru að sumu leyti í krónum talið og skekkir það því samanburðinn. Ef allar álögur á eldsneytið væru í prósentum ætti verð hér á landi að vera núna í kringum 125 kr/l, miðað við stöðugt gengi. En því miður hafa stjórnvöld valið að hafa sumar álögur í fastri krónutölu. Þegar verð lækkar erlendis lækkar það því minna hér á landi, þó aldrei hafi sést nein merki þess að það hafi áhrif á hækkanirnar.
Ef gengi krónunnar speglaði viðskipti okkar við útlönd, mætti ætla að gengi dollars væri töluvert lægra skráð gagnvart krónu. Þá væri eldsneytisverð lægra. Ætla má að verðið gæti þá legið nærri 170 kr/l. En þá myndi líka verð evrunnar vera lægra og kannski þar liggi hundurinn grafinn. Að Seðlabankinn horfi frekar til þess að verja þá sem eiga evrur í stað þess að verja landsmenn.
Og hver skyldi nú vera stæðsti eigandi af evrum á Íslandi?
Bensínlítrinn í 211,8-214,9 kr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framsóknarmenn komnir á vaktina til að verja gróða olíufélagana.
Hahaha ekki hægt annað en hlægja að framsóknarmönnum.
Þó er athæfi þeirra eigi hlægilegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.3.2015 kl. 13:43
Svar : T.d. Hreiðar Már Sigurðsson
Már Elíson, 9.3.2015 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.