Gengi krónunnar
8.3.2015 | 09:18
Frá því um mitt síðasta ár hefur gengi evrunnar verið í frjálsu falli gagnvart flestum gjaldmiðlum heims. Þó eru tvær undantekningar á þessu, annars vegar gagnvart gengi þeirra gjaldmiðla sem eru bundnir evrunni, en auðvitað falla þeir gjaldmiðlar með henni. Hins vegar gagnvart íslensku krónunni. Engu er líkara en að Seðlabankinn hafi ákveðið að tengja gengi krónunnar sem mest við hina fallandi evru. Hvers vegna?
Frá miðju síðasta ári hefur gengi dollars gagnvart krónu hækkað um 20%, meðan gengi evrunnar hefur einungis lækkað um 4%. Svissneski frankinn var fastur við gengi evrunnar fram á síðasta haust, þegar seðlabanki þeirra ákvað að aftengja þá festingu. Samt hefur skráð gengi svissneska frankans gagnvart krónu hækkað um tæp 10% á þessum tíma.
Hvað veldur þessari skráningu íslensku krónunnar? Viðskipti okkar fara að stórum hluta fram í dollurum, öll erlend aðföng og megnið af innkomu stóriðjunnar fer fram í dollurum, öll eldsneytiskaup þjóðarinnar fer fram í dollurum, sífellt stærri hluti fisksölunnar fer fram í dollurum og svona má telja. Það liggur því fyrir að stór hluti erlendra viðskipta okkar fer fram í dollurum. Auðvitað verslum við líka mikið í evrum og öðrum gjaldmiðlum, en enginn einn gjaldmiðill hefur stærri hlut en dollar í okkar erlendu viðskiptum og fer hans hlutur sífellt stækkandi. Hvers vegna er þá dollar svona léttvægur í útreikningi á gengi krónunnar?
Er hugsanlegt að gjaldeyrissjóður Seðlabankans sé svona einsleitur? Að peningastefnunefnd bankans horfi fyrst og fremst til þess að verja þann sjóð? Getur verið að Seðlabankinn hafi fallið í þá dómadags heimsku að kaupa fyrst og fremst hand ónýtar evrur, þegar gjaldeyrir bankans hefur verið styrktur? Sé svo, er vissulega ástæða fyrir okkur landsmenn að óttast!
Seðlabankinn hlýtur að þurfa að útskýra fyrir þjóðinni hvers vegna gengi krónunnar er skráð með þessum hætti. Þetta kemur beint við pyngju landsmanna. Vissulega græða margir, t.d. stóriðjan, þar sem erlend hráefnakaup eru bara hluti rekstrarkostnaðar og jafnvel þó þau séu greidd í dollurum er framleiðslan öll seld úr landi og að lang stæðstum hluta í dollurum.
Svo er spurning hvað erlendu kröfuhafarnir gera, þegar þeim verður borgað út það góss sem þeir telja sig eiga. Eitt er víst að þeir kæra sig lítt um evrur.
Evran ekki lægri gagnvart dollar í 11 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef tekjur okkar eru í hækkandi dollar sem og innfutningur en skuldir í lækkandi Evru þá erum við í nokkuð góðum málum!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 11:48
Áður fyrr var öll umræða bönnuð um að tengja krónuna við aðra gjaldmiðla en allra stærstu viðskiptaþjóða.Athygli vekur - hve lítil viðbrögð vekur - sú hugmynd Þorvaldar Gylfasonar hagfræðings, sem hann setti fram Fréttablaðinu í jan-feb. sl.-að tengja krónuna við gjaldmiðill Nýja-Sjálands og Kandada, sem búa við stöðugt hagkerfi.Hins vegar virðast menn á meðan vera að hengjast í höftunum, af ótta við fall krónunnar, ef hengingarólin verður skorin. Þessari umræðu var sleppt á nýlegri ráðstefnu. Menn bara eltu skottið á sér og bitu og skitu í hengingarólina!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 8.3.2015 kl. 17:03
Nokkuð til í því Bjarni.
Hvers vegna þarf endilega að tengja krónuna við einhvern ákveðinn gjaldmiðil, Hrútur. Er ekki eðilegast að reikna gengið út frá vegnu meðaltali af okkar viðskiptum, þ.e. að hlutfall erlendra gjaldmiðla í útreikningnum sé það sama og viðskipti okkar fara fram í.
Gunnar Heiðarsson, 8.3.2015 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.