Auðvitað er um ranga forgangsröðun að ræða
24.2.2015 | 11:27
Eitthvað virðist vefjast fyrir Degi hvað fargangangsröðun þíðir. Þegar tekjur dragast saman, er forgangsraðað. Þá er skoðað hvað það er sem nauðsynlegt er að gera og frestað hinu sem "gaman" væri að gera. Það kallast forgangsröðun.
Borgarstjórn Reykjavíkur gerði þetta ekki. Þegar tekjurnar drógust saman var dregið úr nauðsynlegum vegabótum, en hins vegar kastað hundruðum milljóna í gatnabreytingar sem þrengja að umferð. Gæluverkefni borgarstjórafulltrúa. Vissulega kallast þetta einnig forgangsröðun.
Hvor þeirra er svo hin rétta? Sú sem viðheldur grunnþörfunum, eða hin sem viðheldur einkahugsjón einstakra borgarstjórnarfulltrúa?
Það er vissulega vegna rangrar forgangsröðunar sem gatnakerfi Reykjavíkurborgar er að hrynja til grunna. Það er alveg sama hvað Dagur brosir breytt, sætt og lengi, hann getur ekki kennt neinum öðrum um það vandamál en sinni verkstjórn innan borgarinnar, á síðasta kjörtímabili og því sem af er þessu!
Röng forgangsröðun veghaldara? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.