Hvar á að fá orkuna ?

Enn fabúlera menn um sæstreng til Bretlands. Það er merkilegt hvað sumir bíta í sig vitleysuna.

Fyrir það fyrsta er engin orka til fyrir þennan sæstreng. Talað er um sölu á 700-900MW, því til viðbótar þarf að framleiða rafmagn vegna gífurlegs orkutaps gegnum strenginn. Karahnjúkavirkjun, sú virkjun sem er stæðst hér á landi og sú virkjunarframkvæmd sem mest hefur verið gagnrýnd, framleiðir um 700 MW. Miðað við þá andstöðu sem er innanlands um orkuframkvæmdir, jafnvel á mun minni skala en þarf vegna þessara hugmynda, er ljóst að aldrei næst samstaða um slíkar virkjanir.

En skoðum hvað Norðmenn eru að gera. Þar er ekki verið að tala um streng fyrir 700 MW, heldur 1400 MW, eða helmingi meiri sölu. Það er ekki saman að jafna sæstreng Norðmanna við hugmyndir sem sumir draumóramenn hér á landi. Strengur Norðmanna er 500 km langur, lagður á tiltölulega litlu dýpi og er ætlað að flytja 1400 MW til sölu. Hér á landi tala menn um streng sem yrði helmingi lengri, lagður á margfalt meira dýpi með flutningsgetu upp á 700 MW. Það þarf ekkert reiknisséní til að sjá að þarna er mikill munur á, svo mikill að ekki er hægt að tala um sama hlut. Þetta er eins og bera saman vörubíl við hjólbörur. Það liggur því ljóst fyrir að til að við gætum haft sömu arðsemi af okkar streng og Norðmenn, yrði flutningsgetan að vera að minnsta kosti helmingi meiri, ef það þá dugir. Því yrðum við að reikna okkar forsendur út frá því að héðan færu a.m.k. 3000 MW, en ekki 700. Menn geta svo spáð í hvaðan sú orka á að koma.

Landsvirkjun þarf fyrst og fremst að upplýsa landsmenn, eigendur fyrirtækisins, um hvar orkan fyrir þetta ævintýri á að fást. Þú selur ekki það sem þú átt ekki. Svo einfalt er það.

Að vísu liggur fyrir að orkuverð hér á landi mun hækka ógnvænlega, ef draumóramennirnir fái einhverju ráðið. Því er ljóst að stóriðjan mun leggjast niður og öll þau þúsundir starfa sem henni fylgja. Bræðslustöðvar, sem hafa verið að færa sig frá notkun olíu yfir í rafmagn, þar sem það býðst, munu aftur skipta yfir í olíuna, eða loka. Þau heimili sem kynnt eru með rafmagni munu neyðast til að skipta yfir í aðra orkugjafa, væntanlega innflutta olíu. Eftir situr ferðaþjónustan, ef hún þá hrynur ekki einnig, vegna orkuframkvæmda.

Allt mun þetta skapa mikla orku. En sú orka verður ekki tiltæk fyrr en sæstrengsævintýrið hefur komist á. Það þarf því alltaf að virkja fyrir fyrsta strenginn. Eftir að hann er kominn í notkun mun verða nægt framboð á orku hér á landi og því lagðir fleiri strengir, allt þar til öll tiltæk orka í landinu er komin í sölu til Breta. Hætt er við að máttleysi okkar gegn Bretum verði þá algert. Þeir munu þá ráða hvort og hvar hér er virkjað, til að seðja þeirra hungur. Ef einhver mótmæli koma frá okkur, munu þeir einfaldlega ýta á slökkvarann sínu megin. Jafnvel þó öll okkar orka verði flutt til Bretlands, mun sú orka einungis verða dropi í hafið fyrir þá og því ekki tiltökumál fyrir þá þó slökkt sé á strengnum.

Verst er þó að allar tölur sem nefndar hafa verið byggja á niðurgreiðslum á orkusölunni, úr ríkissjóð Bretlands. Talað er um að allt að 30 ára samningar gætu náðst um slíka niðurgreiðslu. En hvað svo? Hvað þegar þeir samningar renna út? Þá stöndum við frammi fyrir því að vera búin að rústa allri atvinnu hér á landi! Þá verðum við endanlega orðin þrælar Breta og orkuverð til okkar algerlega í þeirra höndum.

Landvirkjun er í eigu landsmanna. Það er lágmarks virðing við eigendur fyrirtækisins að stjórnendur þess upplýsi um hvar orkan skuli tekin og hversu mikil hækkun verður til okkar sem eftir verðum á landinu. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er það þjóðarinnar að ákveða hvort lengra verður haldið, hvort vilji sé til að kanna arðsemi strengsins og hvort viðunnandi markaður sé fyrir orkusölu um slíkan streng. Ef þjóðin kýs að skoða þessa tvo þætti hefur hún jafnframt gefið fyrirtæki sínu, Landsvirkjun, heimild til virkjanaframkvæmda í þágu verkefnisins, þá hefur þjóðin samþykkt að orkuverð hér á landi muni hækka svo að atvinna þess mun að stæðstum hluta hverfa. Samþykkt að setja þær þrjá atvinnugreinar landsins sem halda uppi þjóðinni og gjaldeyristekjum hennar, í stórkostlega hættu.

Málið snýst um eitt og aðeins eitt. Hvort við ætlum að nýta landsins auðlindir okkur sjálfum til hagsbóta, eða hvort þau gæði verði færð öðrum þjóðum. Hvort við ætlum að verða siðmenntuð þjóð sem nýtir sjálf sínar auðlindir, eða hvort við ætlum að feta sömu spor og svo mörg olíulönd, eins og t.d. Súdan, þar sem agnarsmátt brot af arðsemi auðlindarinnar lendir á höndum örfárra manna og gerir þó ofurríka, en megnið af henni fer til erlendra aðila.

Hitt er svo annað mál að ef Bretar eru aðkrepptir um orku þá getum við auðveldlega hjálpað þeim. Við gætum tekið við fyrirtækjum frá þeim, fyrirtækjum sem samanlagt nota um 700 MW. Þá þyrfti ekki að framleiða þá orku sem fara mun út í Atlantshafið, það þyrfti ekki að leggja sæstreng og við fengjum atvinnu í þessum fyrirtækjum. Bretar gætu þá nýtt þá orku sem þessi fyrirtæki eru að nota núna, til heimilisnota.

Það er sorglegt hversu langt draumóramennirnir hafa komist með þetta rugl. Enn sorglegra er hversu margir, sem maður hélt að væru svona nokkurn veginn normal, skuli taka undir þessa vitleysu. Auðvitað munu einhverjir hagnast af þessu og sumir þegar byrjaðir að mala gull vegna þessa. Það eru svokallaðir ráðgjafar, þeir sem hafa hag af því að dásama fötin keisarans. Þeir munu nýta sér fávisku draumóramananna og mjólka sér drjúgan pening í gegnum allskonar skýrslur og athuganir. Þetta er þeirra mjólkurkú og mun verða um mörg ár enn.

Því er mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar stöðvi þessa bölvuðu vitleysu strax og skipti þegar í stað um forstjóra yfir Landsvirkjun, fyrirtæki allra landsmanna!!


mbl.is Sæstrengir lagðir milli æ fleiri landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar þú gleymir stundargróðanum, skítt og laggó með eitthvað sem kallað skynsemi.

allidan (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 23:21

2 identicon

Já það er spurning hvaðan á að fá orkuna.? Raforkureikningar landsmanna munu hækka um 30-40 prósent ef af sölu raforku verður frá Íslandi í gegnum sæstreng.Á bara að stefna að því að sökkva fleirri landskikum vegna gróðahyggju fárra,kæmi ekki á óvart að Heiðar Már Guðjónsson einn af eigendum HS orku sé innvinklaður inní þá hugmynd að stórskaða land og þjóð,það kann hann.Hverjir ætli stýri Landsvirkjun og Forstjóranum þar.?

Númi (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 23:25

3 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Númi, það hafa gleymst einhver núll hjá þér því raforkuhækkun til  íslenskra heimila mun ekki verða um 30-40% heldur 300-400%.  Kannaðu hver hækkunin varð í Noregi þegar þeirra fyrsti sæstrengurinn til annars lands var tekinn í gagnið.

Þetta er afar góð og fróðleg grein hjá þér Gunnar.  Það þyrfti endilega að birta hana víðar.

Högni Elfar Gylfason, 22.2.2015 kl. 09:33

4 identicon

Góð greining hjá þér Gunnar og ég er þér hjartanlega sammála

Draumóramenn hafa löngum reynt að selja fólki hugmyndir sem virðast skila miklum hagnaði.

Það veldur mér þó áhyggjum að þessi draumóramaður er forstjóri Landsvirkjunar! Hvað liggur að baki? Er þessi stjórnarmaður Veritas tilbúinn að fórna hverju sem er fyrir að fá að hækka gjaldskrána hjá almenningi? 

Grímur (IP-tala skráð) 22.2.2015 kl. 09:37

5 identicon

Góður pistill gunnar, 

ég held að þetta er ekki eina gloríuhugmyndin sem hefur fest sig í umræðuna og virkar grunn eftir þennan lestur. Hver man ekki eftir olíuleitarævintýri sem heyrist lítið í nú, jarðgöng til Vestmannaeyja (kannski er það þó skynsamlegra en Landeyjahöfnin í dag), gullleit í Esjunni, við vorum síðan einn daginn fjármálasnillingar og allir vita hvernig það ævintýri endaði. Allar þessar hugmyndir eiga rætur sínar í pólitíkinni, eru svo haldnar á lofti af fjölmiðlum og stundum fyrirtækjum eins og Landsvirkjun. Enn mér sýnist að það er mikil þörf á að binda menn niður við jörðina, mikið af þessu er bara loftkastalar sem gagnast landi og þjóð ekki neitt.

jón (IP-tala skráð) 22.2.2015 kl. 11:52

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Gunnar

Flottur og rökréttur pistill.

Ótrúlegt að einhverjir (jafnvel einstaklingar án námsörðugleika) geti verið þér ósammála.

Jónatan Karlsson, 22.2.2015 kl. 12:00

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er auðvita er ekki hægt að kenna vanþroskuðum  krakka um rugglið og niðurlægingu landsvirkjunar.   

Þó að leikur í sandkassa geti verið þroskandi þá þarf meira en það ef að gagni á að vera hjá stofnun eins og landsvirkjun.

Á hvaða leikskóla fannst þetta fyrirbæri og hverjir smíðuðu úr því forstjóra Landsvirkjunar?    

Hrólfur Þ Hraundal, 22.2.2015 kl. 13:47

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu Gunnar, gleymdi að svara spurningunni um orkuna.  En auðvita verður hennar aflað með vindmyllum.        

Hrólfur Þ Hraundal, 22.2.2015 kl. 14:21

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thakka góda grein, Gunnar.

Ég skil ekki hversu mikid púdur forstjóri fyrirtaekisins okkar virdist aetla ad setja í umraeduna um raforkusölu um saestreng til útlanda. Orku, sem thú bendir réttilega á, er ekki til. Thad er einhver einkavaedingarvidbjódsfnykur af thessari umraedu. Er ekki rétt ad kalla saman hluthafafund og hirta strákskömmina fyrir gaspur og sölumennsku á vöru sem aldrei hefur verid og verdur seint í "katalog" okkar fyrirtaekis. Thad hefur verid teipad fyrir túllan á mönnum af minna tilefni.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 22.2.2015 kl. 17:35

10 identicon

Hugmyndin er víst að kaupa raforku frá Bretlandi á nóttunni og nota hana til að dæla vatni upp á fjöll. Láta síðan vatnið renna niður á daginn og framleiða rafmagn í túrbínum. Senda þannig rafmagnið aftur til Bretlands.

Það þarf víst ekki að virkja neitt með þessari snjöllu aðferð.

Rafvirkinn (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband