Eru evrulöndin nú búin að taka upp krónu?

"Leiða má lík­um að því að lækk­andi olíu­verð og veik­ara gengi krón­unn­ar skýri fyrst og fremst að hag­vöxt­ur­inn hafi verið um­fram vænt­ing­ar."

Líklega er þarna um að ræða handvömm fréttamanns, að þarna hafi átt að standa veikara gengi evru en ekki krónunnar. Það er nefnilega staðreynd að evran, þessi gjaldmiðill sem aðildarsinnar telja þann besta í heimi, hefur fallið meira gagnvart öðrum gjaldmiðlum en sjálf íslenska krónan. Þetta lætur auðvitað illa í eyrum aðildarsinna hér á landi, eins og flestar staðreyndir um ESB.

Þetta hrun evrunnar á síðustu vikum og mánuðum hefur farið svo hratt að með sama áframhaldi mun þessi gjaldmiðill verða verðlaus með öllu innan fárra mánaða. Nú þegar berjast allar þjóðir utan evrulanda við að losa sig við þennan ónýta gjaldmiðil.

Þá er nú gott að búa við jafn góðan gjaldmiðil og okkar dásamlegu krónu!!

 

 

 


mbl.is 0,9% hagvöxtur á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband