ESB er ekki alheimurinn
3.2.2015 | 16:58
ESB er ekki alheimurinn, einungis hluti af Evrópu. Það er skondið þegar menn tala með þeim hætti sem Helgi Hjörvar gerir.
ESB nær yfir 28 af nærri 50 löndum sem hægt er að tengja Evrópu. Af íbúafjölda Evrópu, búa einungis um tveir þriðju innan þeirra landa sem eru innan ESB.
Það er alveg klárt að þeir sem telja sig hafa trú á alþjóðasamstarfi vilja síst af öllu loka sig innan ESB og hafa eftir það ekkert um það að segja hver samskipti við umheiminn, að öðru leiti, skuli vera.
Að binda sig innan samtaka þar sem sjálfstæði þjóða gagnvart alþjóðasamstarfi er þurrkað út, getur varla talist trú á alþjóðasamstarfi. Það kallast einangrunarstefna, stefna þar sem viðskipti innan fárra landa eru frjáls, að því marki sem ókjörnir aðilar ákveða. Samskipti við önnur lönd heims eru síðan ákveðin af þessum sömu ókjörnu aðilum.
Helgi þarf að útskýra betur hvernig hann getur sagt að samstarf við hálfann milljarð íbúa geti talist alþjóðasamstarf, þegar um leið er lokað á hina 7,5 milljarða íbúa heimsins.
Með því að vera utan ESB getum við hins vegar haft okkar sjálfræði um samskipti við alla átta milljarða jarðarbúa. Það hlýtur að vera meiri trú á alþjóðasamstarfi en að binda sig fasta við einungis hálfann milljarð jarðarbúa og það á tiltölulega litlu svæði heimskringlunnar!
Sjálfsagt gengur þessi speki Helga í sumt fólk, sérstaklega ESB sinna. Þeir eru uppiskroppa með rök fyrir sínum draum og taka hvaða vitleysu sem er fegins hendi.
Alþjóðasinnaðir hægrimenn heimilislausir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er sama fólkið og sagði að við værum að stela frá saklausum ekkjum Í Hollandi og Bretlandi ef við myndum ekki borga Icesave og héldu því líka fram að okkur væri skylt að gera það.
Hvorugt er satt og enginn þeirra hefur beðist afsökunar á að hafa reynt að ljúga þessu að þjóðinni. Sum þeirra eru meira segja ennþá að byggja málflutning sinn á þessari sömu lygi.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2015 kl. 23:51
Það sem vekur upp hjá manni spurningar er að það skuli vera yfir 50%, samkvæmt könnuni, sem vilja áframhaldandi viðræður, meða meirihlutinn kærir sig ekki um inngöngu í sambandið.
Er fólk virkilega ekki búið að átta sig á eðli viðræðnanna, út á hvað þær ganga?
Gunnar Heiðarsson, 4.2.2015 kl. 07:25
Já maður veltir því óhjákvæmilega fyrir hvað sé eiginlega að brjótast um í hugskoti þeirra sem vilja halda áfram viðræðum sem muni svo enda með því að ganga ekki í ESB.
Finnst þessu fólki sniðugt að sóa tíma og peningum í vitleysu?
Skilja þau ekki svarmöguleikana? (En vilja fá að kjósa um þá!)
Finnst því kannski bara fyndið að gera bjölluat?
Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2015 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.