Fátt nýtt, og þó ......

Í dag opinberaði Víglundur Þorsteinsson gögn sem vissulega setja í mikinn vafa störf síðustu ríkisstjórnar, bæði í lagalegum skilningi sem siðferðilegum. Ekki að margt nýtt komi fram í opinberunarbók Víglundar, flest þekkt þó kannski staðreyndir hafi vantað. Úr því bætir steypukóngurinn fyrrverandi.

Allir landsmenn vita hvernig fór haustið 2008, þegar bankakerfið hrundi. Flestir ættu að muna hvernig staðið var að endurreysn þeirra og neyðarlögunum sem sett voru í því sambandi. Neyðarlög sem áttu að vernda hinn almenna landsmenn sem frekast var kostur. Og vissulega tóku neyðarlögin til varna fyrir landsmenn, flesta. Það var síðan eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum, þann 1. febrúar 2009, sem fór að halla undan fæti hjá hinum almenna íbúa þessa lands. Að vísu urðu landsmenn lítt varir við hvert stefndi fyrr en að afloknum kosningum þá um vorið og hin "tæra vinstristjórn" hafði fengið sitt umboð frá kjósendum. Þá fyrst fóru hjólin að snúast og fjármagnseigendur að kætast, sérstaklega þeir sem keypt höfðu verðlausar kröfur í föllnu bönkunum, flestir erlendir "fjármálamenn".

Eins og áður segir er fátt nýtt í þeim gögnum sem Víglundur opinberar, einungis staðfesting á grun. Þó er eitt sem virkilega kemur á óvart, en það er varðandi fundargerðir svokallaðs stýrihóps, hóps sem virðist hafa verið settur saman af stjórnvöldum til að þjónkast við "fjármálasnillingana" sem eignast höfðu verðlausu kröfurnar. Að vísu opinberar Víglundur ekki sjálfar fundagerðirnar, heldur vitnar að litlu leyti til þeirra í skjali sem hann kallar "minnisblað um stofnúrskurð FME og stofnun nýu bankanna með heimild í neyðarlögum".

Í þessu skjali segir Víglundur m.a.:

"Fundargerðir stýrinefndarinnar staðfesta að mönnum var ljóst að í störfum þessum væri unnið á mörkum þess sem löglegt var. Nefndarmenn höfðu m.a. áhyggjur af því að þeir kynnu að brjóta gegn stjórnarskrá í sínum störfum, sömuleiðis voru lögfræðiálit fengin til þess að kanna kosti þess að fara fram hjá neyðarlögunum með því að fá FME til að breyta eða afturkalla stofnúrskurðina. Sem FME gerði ekki."

Ljótt ef satt er og eykur vissulega eftirvæntu eftir að hann opinberi þessar fundargerðir, sem hann auðvitað verður að gera. Það er ljóst að samkvæmt þessari túlkun Víglundar á fundargerðum hafa verið framin stórfelld lögbrot sem réttarríki getur á eingann hátt sætt sig við. Þarna var um vísvitandi lögbrot að ræða.

Sumir kalla eftir Landsdóm, en samkvæmt þessu á þetta mál lítið erindi fyrir hann. Þetta þarf að afgreiða fyrir dómskerfi landsins, utan stjórnmálastéttarinnar. Að vísu þarf alþingi að beita grein 49 í stjórnarskránni á þá sem eru á þingi nú og áttu aðild að þessu máli, en aðra er hægt að sækja beint til saka. Þetta mál má ekki þagga niður, réttlætið verður að sigra.

Bankahrunið haustið 2008 hafði vissulega mikil áhrif. Engum hefði þó dottið í hug að þeir flokkar sem setja sig til vinstri í stjórnmálum, yrðu eftir þetta helstu bandamenn fjármagnseigenda, meðan þeir flokkar sem teljast hægramegin í litrófi stjórnmálanna yrðu þeirra helstu andstæðingar.

Eitt er þó það fyrirtæki í landinu sem þetta hrun hafði engin áhrif á, en það er ruv, eða öllu heldur fréttastofa þeirrar stofnunar. Kannski má segja að dagurinn í dag lýsi best vinnubrögðum þessarar stofnunar, í tveim fréttum. Annars vegar frétt um að stórfelld brot hafi hugsanlega átt sér stað í stjórnsýslunni, brot sem hugsanlega höfðu einhverja hundruð milljarða af landsmönnum og hins vegar frétt um annað hugsanlegt brot á stjórnsýslu, brot sem enginn bar skaða af nema kannski einn einstaklingur.

Fyrra brotið, þar sem hugsanlega voru hafðir hundruð milljarða af landsmönnum fær tvær fréttir á ruv.is, meðan hin fréttin, sem hugsanlega einn einstaklingur varð fyrir skaða, fær 17 fréttir á sömu síðu. Það er sama hvernig þessum málum er snúið, engin leið er sjá annað en pólitísk áhrif fréttastofu ruv í þessu "fréttamati" hennar.

Það er vonandi að ríkisstjórn og alþingi sjái sér sóma að því að taka þessar opinberanir Víglundar til alvarlegrar skoðunar og vísi málinu til saksóknar til frekari rannsóknar og eftirfylgni.

 

 


mbl.is Stórfelld svik og blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er rétt sem þú segir að þetta eru ekki beinlínis nýjar upplýsingar. Það sem er hinsvegar nýtt eru sannanir, í formi gagna, sem fylgja með fréttatilkynningu Víglundar. Auk þess er með lestri þeirra eflaust hægt að finna ýmsar nýjar staðreyndir sem ekki hafa áður komið fram í jafn miklum smáatriðum, það getur skipt máli.

Fundargerðirnar sem þú vísar til voru gerðar opinberar fyrir réttu ári síðan. Hér er frétt mbl um það ásamt fylgiskjölum:

Leynd svipt af fundargerðum - mbl.is

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2015 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband