Hvað er öfgahreyfing
14.1.2015 | 08:29
Hvað er öfgahreyfing? Geta samtök sem berjast á friðsömum vettvangi talist öfgahreyfing? Eða er skilgreining á öfgahreyfingum að þeir sem andsnúnir eru stjórnvöldum teljist til þeirra? Það eru tugir þúsunda manns sem samþykkja stefnu PEGIDA og fer hratt fjölgandi. Enginn þessara meðlima hafa sýnt af sér glæpsamlegt athæfi í nafni samtakanna. Allir eru meðlimir þeirra kjósendur.
Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að í seinni heimstyrjöldinni skilgreindu Þjóðverjar Frelsisher Frakklands sem hryðjuverkasamtök og ef þjóðverjar hefðu haft betur í því stríði væri öruggt að í sögubókum samtímans væri sú skilgreining viðurkennd.
Það er kannski með skilgreiningu á öfgahreyfingu eins og málfrelsinu hér á landi, að allir hafa rétt til að tjá sig, bara ekki um sum mál!
Þó ég hafi ekki skoðun á stefnu PEGIDA, né sé að öllu leiti sammála orðum þingmannsins, sem nú er verið að þagga niður í, þá virði ég skoðanafrelsi og málfrelsi. Á því byggjast grunngildi hins vestræna heims. Þeim grunngildum megum við aldrei kasta fyrir róða!!
Öfgahreyfing komin til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég las orð þín og velti fyrir mér mun á skoðun og málfrelsi. Ef að þú segir við uppáhaldsmóðursystur þína upp úr þurru að t.d. Hún hafi skrítna siði eins og hugleiða 2 á dag og þér finnist að hún eigi að nota tíma í annað. Þá finnst mér að þér komi það einfaldlega ekki við. Ef að hún gengur um í pardus leggings og þú sérð í vömbina lafa yfir og þú segir Mikið gengur þú í ljótum fötum frænka. Þá efa ég ekki að húm myndi hugsa að þú þekktir ekki hvar hanar tilvera byrjar og þín endar. Ef hún segir þér í óspurðu máli að þú eigir ekki að blístra á eftir stelpum sem þú þekkir ekki þá myndi ég segja að hún hefði rétt fyrir sér. Hversvegna. Þetta snýst um virðingu. Eða hvort það vanti virðingu. Það sama er með trúarbrögð. Mér kemur ekki við hvernnig þú klæðir þig svo legi sem þú hefur vit á að fara í buxur áður en þú gengur niður Laugaveginn. Vegna þess að buxna laus ertu með virðingarleysi. Ég sýni börnum og gömlu fólki meiri virðingu vegna þess að þau finna meira fyrir vanmætti en þrátíuára fullfrískur einstaklingur í flestum tillfellum. Það sama á við útlenda hér á landi. Ég hef nefnilega lært sem kennari að með því að sína nemendum mínum virðingu fæ ég virðingu og þeim líkar vel við mig til baka. Það þíðir ekki að ég leifi allt, ef þeir eru að rápa inn og út úr stofunni án leifis þá smelli ég í hurðinni í lás. Ég sendi skilaboðinn þú mátt þetta ekki en við erum samt vinir. Því það lokast fyrir viljan á að hlusta þegar öskrað er og þau vilja bara ekki vera memm.... Þá skipta engu löginn sem sett eru ef fólk fer í við og þið, þetta fólk, dæmið. .... smá hugsun um málfrelsi. Ps. Hávamál eru einar bestu bókmentir þau segja manni að hlusta þegar maður kemur í ókunnug hús og læra.
Matthildur Jóhannsdóttir, 14.1.2015 kl. 09:16
Heill og sæll nafni,þú segir um málfrelsi hér á landi:
"allir hafa rétt til að tjá sig, bara ekki um sum mál!"
Ekki hef ég tekið eftir því að málfrelsi hafi verið skert með dómsúrskurði vegna þess að viðkomandi ræddi mál sem ekki mátti ræða. En það hlýtur að vera það sem kallast gæti skerðing á málfrelsi.
Hitt er annað mál að mönnum er svarað eftir atvikum. Sumir vilja kalla það skerðingu á málfrelsi að þeim sé svarað. En ef menn vilja ekki að þeim sé svarað þá er opinber vettvangur kannski ekki heppilegur fyrir þá.
bestu kveðjur
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.