Sorgleg fréttamennska

VW Golf Variant hefur verið á markaði allt frá því fyrsti Golfinn var framleiddur, árið 1974. Þetta er station útgáfan af Golf sem ber þetta viðurnefni.

Þar á undan, eða frá því í byrjun sjöunda áratug síðustu aldar, meðan Bjallan gamla var aðalafurð VW, voru einnig til bílar frá þessu fyrirtæki sem gengu undir nafninu VW Variant. Þeir voru með sömu vél og undirvagn og Bjallan en annað boddy. Voru með húddi og ýmist sedan eða station. Loftkældi boxermótorinn var að aftan, eins og í Bjöllunni. Nokkuð var flutt inn af þeim bílum, en þeir náðu aldrei sömu vinsældum og Bjallan.

Það er því fjarri því að þetta sé einhver nýr meðlimur í Volkswagen fjölskyldunni, enda þar verið framleiddir station bílar með þessu nafni, án slita, allt til dagsins í dag.

Hins vegar hefur innflutningsaðilinn hér á landi ekki flutt inn þennan bíl um eitthvert skeið. Það segir þó ekki að þetta sé nýr fjölskyldumeðlimur þar innandyra, miklu frekar að hann hafi skilað sér aftur, eftir útlegð frá Íslandi.

Það er sorglegt, þegar fréttamenn nenna ekki að afla sér upplýsinga um efni sem þeir ekki þekkja. Þarna er ekki um neina ritvillu eða prentvillu að ræða, sem svo algengt er í veffjölmiðlum. Þarna er sögð röng frétt með röngum staðreyndum. Fréttamönnum sem láta slíkt frá sér er betra að sleppa skrifum.


mbl.is Fjölgun í Golf fjölskyldunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband