Furðufrétt !!
7.1.2015 | 08:00
Það er stór undarlegt hvernig fréttamaður setur fram þessa frétt. Samkvæmt fyrirsögninni er fréttin um að rafmagn á landsbyggðinni muni hækka mest en síðan er tekið dæmi um hækkun þar sem hún er allra minnst, í Reykjavík! Hvers vegna hélt fréttamaður sig ekki við efnið og kom með dæmi um hækkun þeirra sem búa út á landi og verða að kynda sitt hús með rafmagni? Þeirra sem verst verða fyrir barðinu á okri orkuveitna og orkuflutningsfyrirtækja? Hvers vegna hélt fréttamaður sig ekki við efni fréttarinnar til loka hennar?
Það kemur ekki á óvart þó landsbyggðin verði verst fyrir barðinu á hækkunum orkufyrirtækja, virðist orðin föst regla. Sennilega telja þessi fyrirtæki að þangað sé hellst að sækja aurinn.
Annars er undarlegt, í ljósi þess að öll orkufyrirtæki landsins eru út á landsbyggðinni, að flutningskostnaður orku skuli vera hæðstur þar, en lægstur í Reykjavík, þar sem ekkert orkuver er til staðar. Að sveitabær sem nánast er með orkuverið í túninu hjá sér skuli þurfa að borga margfallt meira í flutning orkunnar til sín en borgarbúinn, fleiri tugi eða hundruði kílómetra í burtu. Það er eitthvað stórkostlegt að í kerfinu hjá okkur!
Ég skora á fréttamann þessarar fréttar að endurskoða hana og koma fram með tölur um hækkun rafmagnsreiknings hjá landsbyggðafólki og klára þannig sína frétt með sóma!! Þá ætti fréttamaður einnig að leggjast í örlitla rannsóknarvinnu og komast að því hversu stór hluti hækkunnar á rafmagni til landsbyggðarfólks kemur til vegna skattbreytinga og hversu stór hluti er vegna beinnar hækkunnar.
Rafmagn í dreifbýli hækkar mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt. Þar fyrir utan þá hefur virðisaukaskattslækkun upp á 1,5% varla áhrif til hækkunar raforkuverðs.
Aðalsteinn (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 10:41
Er ekki raforkuverð hjá landsbyggðarfólki eins og verðlag hjá Bónus ?
Sama verð allsstaðar á landinu ?
Hver borgar ?
JR (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 15:41
Er það, JR?
Vissulega er sama verð hjá bónus um allt land, bara mismunandi langt fyrir kúnnan að fara í Bónus. Sumir þurfa að aka hundruði kílómetra til að komast í Bónus, aðrir eitthvað styttra. Sennilega þætti Reykvíkingum nokkuð langt í næstu bónusverslun ef hún væri á Hvolsvelli.
Þetta er svipað með raforkuna, nema bara með öfugum formerkjum. Orkan sjálf er á svipuðu verði, en flutningskostnaðurinn er meiri á landsbyggðinni, þar sem orkufyrirtækin öll eru. Þá liggur kannski mesti munurinn í því að víða út á landi verður fólk að kynda sín hús með rafmagni, svo orkumagnið er miklu meira.
Tölurnar sem þarna er verið að tala um eru stórar, svo stórar að borgarbúinn á erfitt með að átta sig á þeim.
Því skoraði ég á fréttamanninn sem ritaði þá frétt sem þessi grein er hengd við, að koma með upplýsingar um hækkun á orkureikningum meðal heimilis út á landi, heimili sem kynnt er með rafmagni. Ég skoraði einnig á hann að rannsaka hversu stór hluti verðskrárhækkanna orku- og orkuflutningsfyrirtækja kemur vegna skattabreytinga.
Enn hefur ekkert komið frá þessum fréttamanni, en ekki er öll von úti enn. Þá, JR, getur þú séð óréttlætið.
Gunnar Heiðarsson, 7.1.2015 kl. 17:19
Mér sýnist þú misskilja þetta aðeins Gunnar. Höfuðborgarsvæðið er aðallega raffætt af Hellisheiðar og Nesjavallarvirkjun sem eru innan 30 km frá RVK.
Það er líka dýrara á hvert heimili að byggja spennuvirki og leggja kaplana þegar aðeins 1000 heimili sjá um að borga kostnaðinn en ekki 30.000 eins og er á suðvestur horninu.
Þar á móti koma auðvitað 2.200 miljónir af skattfé til að niðurgreiða þetta fyrir landsbyggðina.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 22:59
Er flutningskostanaður raforku niðurgreiddur á landsbyggðinni, Elfar?
Raforka til húshitunnar er að litlu leyti niðurgreidd, var mun meira fyrir örfáum árum en vegna EES reglna varð að draga verulega úr þeim greiðslum.
Nú tala sumir stjórnmálamenn um að auka þær aftur, en víst er að það gæti reynst örðugt, vegna fyrrnefndra reglna. Meiri líkur á að þessar niðurgreiðslur falla alveg út.
Það er kannski ekki von að borgarbúinn, sem kyndir sitt hús með ódýru hitaveituvatni, átti sig á hver kostnaður er við að kynda með rafmagni. Hann er nú orðinn svo hár að jafnvel ódýrara er að kynda með olíu. Varla gæti talist heppilegt fyrir umhverfið ef allir sem eru á köldum svæðum tækju upp á að skipta úr rafmagni yfir í olíu. En það er þó veruleg hætta á slíku, fer fram sem horfir.
Gunnar Heiðarsson, 8.1.2015 kl. 07:50
Já, fluttningskostnaður á landsbyggðinni er niðurgreiddur um 848 miljónir á ári og er sú upphæð búin að hækka um 592 miljónir síðan 2013. Á móti hefur kyndingarstyrkurinn minnkað um 90 milljónir en það er samt búið að hækka niðurgreiðslunnar samtals um 502 miljónir á tveimur árum.
http://data.is/1Au2nwx
Gas og olía virðist virka fyrir restina af heiminum, afhverju ættuð þið ekki að nota þá orkulind ef það er hagkvæmari lausn?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.1.2015 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.