Siglum bara á flóði
6.1.2015 | 13:37
Við siglum bara á flóði, hellst háflóði, til Landeyjahafnar. Þá ætti dýpið að vera nægt, svona fyrir minnstu kænurnar!
Þessi endaleysa ætlar ekki að hætta. Hundruðum milljóna eða milljarða er kastað í þessa höfn á hverju ári, án nokkurs árangurs.
Fyrst var gosinu í Eyjafjallajökli kennt um, nú er það tíðarfarið. Vissu spekingarnir ekki að Landeyjarsandur er á Íslandi, við suðurströnd þess, galopinn fyrir óravíðáttum Atlantshafsins? Vissu spekingarnir ekki að um hnöttinn fara veðurkerfi, á stundum með miklum vindi, sem býr til öldur á úthafinu? Vissu spekingarnir ekki að á slóðum Landeyjarhafnar eru þessar öldur nokkuð reglulegar og oft ansi öflugar?
Hvernig væri ef fréttamenn legðust í þá vinnu að fá upplýsingar um allann kostnað sem orðið hefur vegna þessarar hafnagerðar. Þá væri hægt að bera þann kostnað samanvið áætlaðann kostnað við gangnagerð milli lands og eyja. Mér segir svo hugur að nú þegar sé ekki svo mikill munur þarna á milli, hins vegar mun rekstrarkostnaður Landeyjarhafnar verða mjög hár um aldur og ævi.
Þetta er dálítið dramatíserað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innilega sammála því að farið verði ofan í saumana á þeim kostnaði sem kastað hefur verið á glæ undanfarin ár.
Og svo má segja líka vissu spekingarnir ekki hvað sjómenn vöruðu við þessu í upphafi,eða voru þeir of háæruverðugir til að hlusta á mennina sem þekktu til?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2015 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.