Hvað er þá til fyrirstöðu ?
6.1.2015 | 07:49
Það verður að segjast eins og er að utanríkisráðherra sýnir þennan vilja sinn á einstaklega undarlegann hátt. Háttsemi forvera hanns í þessu máli var að sönnu mun myndarlegri. Þá var ekkert verið að tvínóna við hlutina, heldur gengið til verks strax á fyrstu samkomu Alþingis og aðildarumsóknin samþykkt með minnsta mögulega meirihluta, örfáum vikum eftir að ný ríkisstjórn hafði verið mynduð.
Núverandi utanríkisráðherra, sem n.b. talaði hátt og skýrt fyrir kosningar, lét hins vegar fyrstu samkomu Alþingis alveg í friði af þessu máli. Það var ekki fyrr en seint um haustið sem hann lagði fram tillögu um afturköllun. Að vori dagaði hún síðan uppi, að öllu leiti vegna þess að hann fylgdi henni ekki eftir.
Nú boðar hann hugsanlega framlagningu sömu eða svipaðrar þingsályktunartillögu, EN vill ráðfæra sig við stjórnarandstöðuna! Hvers vegna? Hefur ríkisstjórnin ekki góðann meirihluta á Alþingi? Heldur ráðherrann virkilega að stjórnarandstaðan muni hjálpa honum?
Hvort utanríkisráðherra er laumukrati og ESB sinni, eða hvort hann er einfaldlega svona kjarklaus, skiptir ekki máli. Hvoru tveggja er óafsakanlegt. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á Alþingi, svo góðann meirihluta að jafnvel þó einstaka þingmaður Sjálfstæðisflokks hlaupist undan merkjum, mun samþykkt tillögu um afturköllun fá meira fylgi en tillagan um umsóknina fékk, sumarið 2009. Þó þurfti þáverandi ríkisstjórn að treysta á þingmenn stjórnarandstöðu.
Þingmenn stjórnarflokkanna og sérstaklega utanríkisráðherra verða að fara að átta sig hvers vegna þeirra flokkar fengu svo góða kosningu vorið 2013. Það var ekki til að stjórna eftir vilja vinstiflokkanna, þá hefðu kjósendur einfaldlega kosið þá. Nei, það var vegna stefnu stjórnarflokkanna og loforða þeirra frambjóðenda sem komu fram fyrir þeirra hönd. Eitt af þeim stefnumálum sem skýrt er í báðum stjórnarflokkum er að draga skuli aðildarumsóknina til baka. Verði það ekki gert geta stjórnarflokkarnir kvatt stjórnarráðið, sennilega um langann tíma. Þá getur utanríkisráðherra gengið að því sem vísu að Alþingi verði aldrei aftur hans vinnustaður!
Það er mikill munur á vinnubrögum núverandi utanríkisráðherra og þess sem á undan honum var. Ef sami myndarbragur væri á störfum ráðherrans nú, hefði málið verið klárað á sumarþinginu 2013! En ráðherrann getur enn snúið á rétta leið með því að gyrða upp um sig brækurnar og leggja fram þessa langþráðu tillögu og fylgja henni eftir gegnum þingið. Þessu máli verður að ljúka og það gerist hvorki með málæði ráðherrans ná samvinnu við stjórnarandstöðu!!
Glórulaust að ganga ekki frá málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hefur ríkisstjórnin ekki góðann meirihluta á Alþingi?" Nei, ekki í þessu máli. Það er, og hefur ætíð verið, fyrirstaðan.
Kosningarnar 2013 unnust á skuldaniðurfærslu og skattalækkunarloforðum, evrópumálin voru ekki ofarlega í huga flestra kjósenda.
Ufsi (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 09:28
Það mælir hver fyrir sig Ufsi. Flestir þeirra sem ég þekki og kusu annanhvorn stjórnarflokkinn horfðu meira til þess að aðildarumsóknin yrði tekin af borðinu, þó skuldaleiðréttingin væri auðvitað sjálfsagt mál.
Það er enda svo að ef við göngum í ESB skiptir næsta litlu máli hvað við kjósendur viljum eða hvaða flokkar mynda meirihluta á Alþingi, sú stofnun verður þá einungis afgreiðslustofnun þar sem skipanir koma að utan.
Og vissulega hefur ríkisstjórnin meirihluta í þessu máli. Stjórnarflokkarnir eru með 38 þingmenn af 63, eða sjö þingmanna meirihluta. Þrír eða fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks telja sig utana samþykkta síns eiginn flokks í þessu máli, svo eftir stendur meirihluti upp á þrjá til fjóra þingmenn. Þá er varla hugsanlegt að þingmenn VG geti kosið áframhald aðlögunnar, þó þeir kannski sitji hjá af kjarkleysi gagnvart krötum.
Gunnar Heiðarsson, 6.1.2015 kl. 10:11
Umsóknin er ónýt og meiri andstaða við inngöngu en nokkru sinni áður. Þess vegna hljóta menn að íhuga þjóðaratkvæðagreiðslu um afturköllun umsóknar formsins vegna. Það myndi þagga niður í nöldursröddum innan SF BF og Sjálfstæðisflokksins. En Gunnar Bragi er búinn að átta sig á því að í samskiptum við útlendinga þá dugar ekki aðferð Sigmundar Davíðs. Þess vegna talar hann varlega. Enda er betra að eiga bandamenn innan ESB nú þegar stefnir í aðgerðir vegna losunar hafta og skattlagningar þrotabúa föllnu bankanna. Már á ítök hjá þeim sem stjórna efnahagsmálum í ESB og sú staðreynd að hann var endurráðinn sem Seðlabankastjóri talar sínu máli.
Þetta er skýringin á hófsömum málflutningi utanríkisráðherra, sem er sá ráðherra sem hefur komið mezt á óvart verð ég að viðurkenna.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.1.2015 kl. 11:10
Við skulum vona að Utanríkisráðherra láti af þessum aumingjaskap og takist á við hræðsluna við INNLIMUNARSINNANA og takist bara á við þær lygar og falsrök, sem þeir koma með...............
Jóhann Elíasson, 6.1.2015 kl. 11:40
Laumukrati eða kjarklaus?...Óþolandi bljúgur eftir ferð til Ukraínu,rétt eins og sendiboði Esb!- Lesi ég hann ranglega biðst ég forláts,en má spyrja hvar er karlmannslundin?
Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2015 kl. 04:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.