Össur hrekkur upp af værum svefni
5.1.2015 | 17:02
Samkvæmt "frétt" á eyjan.is vaknaði Össur upp með andfælum nú um helgina. Forsætisráðherra vogaði sér að nefna að til stæði að leggja fram nýja tillögu á Alþingi um afturköllun aðildarumsóknarinnar. Þetta var svo sem sett fram í málaskrá ríkisstjórnarinnar í upphafi þings, nú í haust, svo varla hefðu þessi orð ráðherrans átt að spilla svefni Össurar.
Svo mikið varð Össur um þetta að hann stofnaði facebookaðgang í hvelli, en hann hafði víst haldið sig frá þeim miðli fram til þessa. Og það er greinilegt á skrifum Össurar að hann er virkilega óttasleginn. Reynir reyndar að fela þann ótta með því að væna forsætisráðherra um að ætla að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. En sá málflutningur Össurar segir bara það eitt að hann telur Sigmund Davíð einhverskonar supermann eða eitthvað enn öflugra. Að telja formann flokks sem Össur hefur nefnt sem einskonar örflokk, geta klofið stæðsta stjórnmálaflokk landsins í herðar niður, er vel í lagt hjá Össur.
En það er ekki að ástæðulausu að Össur sé óttasleginn. Það er víst að þeir örfáu einstaklingar sem enn eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn, en geta ekki með nokkru móti samþykkt stefnu þess flokks, munu loks öðlast þann kjark sem þeim hefur skort til að stofna nýjann einsmálsflokk, um aðild að ESB. Það yrði þá þriðji flokkurinn um þetta hugðarefni þeirra sem sjá sólina einungis í Brussel og ljóst er að þeir eru færri en svo að þrír flokkar verði feitir af þeim atkvæðum.
Sagt er að Össur sjálfur hafi verið með puttana í stofnun BF á sínum tíma. Pólitískt nef hanns, sem hann sjálfur er gjarn á hæla, hefur verið jafn stíflað þá sem endranær, enda sótti þessi flokkur megnið af sínu fylgi til Samfylkingar. Kannski ekki það sem Össur ætlaði, en hokinn af reynslu þessa glappaskots veit hann hvert nýr flokkur Benna Jó. mun sækja sitt fylgi. Það mun að mestu koma frá Samfylkingu og kannski að einhverju leiti frá BF. Frá Sjálfstæðisflokk fær Benni lítið sem ekkert fylgi, enda flestir sem deildu sömu sýn og hann þar, þegar farnir annað.
Það er ljótt að hrekkja menn, sérstaklega þegar þeir sofa værum svefni. Fyrir það má deila á Sigmund. En að telja hann þess megnugann að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn er bara á valdi þeirra sem trúa harðast á hann að trúa.
Tillaga um afturköllun væntanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki hægt að svæfa kall ugluna aftur,,,hann gerir minnst af sér sofandi,,
Alfreð (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 18:20
Það þarf að afturkalla umsóknina snöggt og hratt áður en vitleysan fer að vinda upp á sig einn ganginn en. Það er ólíðandi að þetta vandræðamál taki meira pláss í umræðunni en orðið er. Alveg óþarfi að leggja þetta fyrir þingið nema þá í einhverri hrað afgreiðslu. Hið ólýðræðislega væri að láta þetta malla áfram í stað þess að klippa burt þann dauða kalkvist sem umsóknin hvort eð er, er.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.1.2015 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.