Ekki seinna vænna

Það er ekki seinna vænna fyrir ríkisstjórnina að hysja upp um sig brækurnar í þessu máli. Það styttist í kosningar og ef þessir flokkar ætla að eiga einhverja von um framhald á þingi verða þeir að standa við kosningaloforðið. Að öðrum kosti er orðheldni þeirra engu betri en þingmanna VG á síðasta kjörtímabili. Verra viðmið er vart hægt að hugsa sér.

En það er ekki nóg að ráðherrar komi sér saman um að klára málið, sumir þingmenn stjórnarflokkanna verða að fara að átta sig á því fyrir hverja þeir sitja á þingi. Þeir eru hvorki þar fyrir fjölmiðla né krata, þeir fengu þingsæti sín úr hendi kjósenda!!

Ef þessir þingmenn láta ekki af aumingjaskap sínum og fara að standa í lappirnar, er gagnslaust að leggja fram tillögu um afturköllun aðildarumsóknarinnar. Þá geta stjórnarflokkarnir líka gengið að því sem vísu að fylgi þeirra í næstu kosningum verður ekki svipur hjá sjón.


mbl.is Aðildarumsóknin á byrjunarreit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband