Er það á hennar valdi ?
4.1.2015 | 10:09
Er það á valdi kanslara Þýskalands og fjármálaráðherra sama lands að ákveða hvaða lönd fá að vera innan ESB? Eða er þetta kannski bara sönnun þess að ESB sé tól Þjóðverja til að klára það sem Hitler mistókst?
Hvort heldur er, þá virðist opnast þarna sannleikur sem margan hefur grunað og sumir nefnt, að Þýskaland sé að yfirtaka Evrópu. Ekki með vopnavaldi, heldur gegnum pólitík og peninga. Verkfærið sem þeir nota er ESB.
Hvernig skildi hinum franska Jean Monnet, sem þráði það heitast að Erópa yrði að einskonar Bandaríkum Evrópu til samræmis og móts við Bandaríki Ameríku, líða nú þegar þetta hefur snúist upp í að sá draumur muni aldrei rætast, heldur að Þýskaland sé nú hraðfara að yfirtaka Evrópu. Og það í gegnum þau samtök sem hann sjálfur stóð að að mynda, til að koma sínum draum á koppinn.
Það er alveg klárt að ef Gerhard Scröder, Helmuth Khol eða Helmuth Schmidt hefðu látið svipuð orð frá sér gagnvart öðru ríki Evrópu og Angela Merkel gerir nú, hefði alþjóðasamfélagið farið á límingunum og allir fjölmiðlar væru undirlagðir þeirri frétt. Stjórnmálamenn í öllum löndum hins vestræna heims væru þegar búnir að mótmæla þeim og fordæma.
Þeir einu kanslarar Þýskalands sem hefðu verið trúandi til að láta frá sér slík ummæli væru Adolf Hitler og Joseph Göbbel, sem reyndar var ekki kannslari nema einn dag og hafði um flest annað að hugsa en hag Grikkja.
Íhugar að sparka Grikkjum úr evrusamstarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár Gunnar, nú hefur kötturinn sýnt sig og betra fyrir mýsnar að vera ekki að setja sig á háan hest.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 10:40
Angela Merkel er bara að lýsa sjálfsögðum afleiðingum þess ef Grikkland neitar að standa við gerða samninga.
Sem betur fer er ESB ekki samband þar sem vítaverð brot af ásetningi hafa engar afleiðingar fyrir þann sem fremur brotið. Ef svo væri væri ESB ónýtt.
Annars er athyglisvert að evrusamstarfið sé svo eftirsóknarvert að það valdi uppnámi andstæðinga ESB ef ein þjóð verður ekki gjaldgeng þar lengur. Öðruvísi mér áður brá.
Það er sjálfsagt hjá Merkel að vara gríska kjósendur við með þessum hætti. Þeir eru líkir Íslendingum að því leyti að þeir vilja ekki taka ábyrgð á eigin mistökum og að halda að þeir komist upp með það.
Rétt eins og hér á lýðskrumið því greiðan aðgang að kjósendum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 10:44
Gleðilegt ár Kristján.
Ásmundur, það er langur vegur frá því að þetta valdi einhverju uppnámi hjá mér, enda er þessi frétt einungis staðfesting þess sem ég hef oft áður skrifað.
Það sem veldur mér áhyggjum er að æðsta stjórn í einu landi skuli geta leift sér að láta slík orð falla gagnvar annari þjóð. Þetta er greinilega gert til að hafa áhrif á kosningar í grikklandi og slíkt er ámælisvert.
Það sem hins vegar gleður mig er að nú sést vel hverjir stjórna ESB, að þó sambandið sé sett saman af 28 ríkjum, er það einungis eitt þeirra sem öllu ræður. Það ætti að hjálpa villuráfandi Íslendingum að taka afstöðu. Þetta er ekki lengur spurning um að ganga í ESB, heldur spurning hvort við viljum verða hluti af Þýskalandi.
Auðvitað eru til meðal landsmanna þannig hugsandi fólk og efast ég ekki um að þú ert einn þeirra, en flestir myndu frekar kjósa sjálfstæðið en að verða eitt hérað Þýskalands.
Það er nefnilega svo að með þögn stjórnmálamanna hins vestræna heims á þessum orðum Merkel og sérstaklega þögn stjórnmálamanna annara ríkja ESB, eru þeir að samþykkja það markmið sem Merkel setur. Og hún verður ekki endalaust kannslari Þýskalands, enginn veit hver tekur við. Ef í þann stól velst varmenni verður eftirlekur hanns auðveldari eftir að alþjóðasamfélagið og sérstaklega hin 27 lönd ESB hafa samþykkt með hljóði þessi ummæli Merkel.
Gunnar Heiðarsson, 4.1.2015 kl. 11:00
„Þýska ríkisstjórnin lítur svo á að útganga Grikkja sé næsta óumflýjanleg ef Alexis Tsiparis fer fyrir ríkisstjórn landsins eftir kosningarnar og víkur frá þeirri niðurskurðarstefnu sem landinu hefur verið mörkuð og greiðir ekki af skuldum landsins,“
Ég sé ekki betur en að þarna sé verið að orða augljósan sannleik og vara við óumflýjanlegum afleiðingum samningsbrota. Og ég er nokkuð viss um að stjórnir hinna evrulandanna séu sammála þjóðverjum. Það að þjóðverjar segi það sem aðrir hugsa þýðir ekki að þeir stjórni.
Vagn (IP-tala skráð) 4.1.2015 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.