Nýju fötin keisarans
2.1.2015 | 22:21
Reykjavíkurborg telur nagla undir bílum. Engar sögur fara af því hvernig þetta er gert né hvaða vísindalegum aðferðum er beitt. Ekki er heldur gert grein fyrir því hvort landsbyggðabílum sem álpast til borgarinnar er haldið utanvið þessa talningu. Og niðurstaðan er skýr að mati borgaryfirvalda, færri aka á nagladekkjum, svona eins og nýju fötin keisarans voru litrík í augum sumra sem þau þóttust sjá.
Hvers vegna eru ekki bara sóttar tölur til dekkjaverkstæðanna. Þar liggur ljóst fyrir hver salan er, hvort borgarbúar kaupa nelgd dekk eða ónelgd. Nú í haust, eftir hrakningar um borgina á síðasta vetri, keyptu fleiri nelgd dekk en um langann tíma og margir þeirra sem ætluðu að vera "umhverfisvænir" og láta ónelgd dekk duga, mættu aftur á dekkjaverkstæðin í desember, ýmist til að láta negla nýju ónelgdu vetrardekkin eða henda "heilsársdekkjunum" undan og setja alvöru nagladekk undir. Sjaldan hefur verið jafn mikið að að gera á dekkjaverkstæðum borgarinnar í desember en einmitt þeim sem nú er nýlokið.
Reykjavíkurborg mælir ekki með nagladekkjum og heldur því fram að svifryksmengun aukist og malbikseyðing sé hundraðfallt meiri. Það þekkja allir hatur borgaryfirvalda til bílsins og að þau vilja hann burtu, en að ætla að útrýma bílum borgarinnar með því etja þeim saman í árekstrum og stofna lífi og limum fólks í hættu, er full langt gengið.
Þá er það helber þvættingur að nagladekk éti malbikið. Það er saltið sem leysir upp tjöruna í malbikinu og þannig eyðist það upp. Samfara þeirri eyðingu verður til aukið svifryk. Þetta sanna sænskar rannsóknir, sem unnar voru á vísindalegann hátt, seint á síðustu öld. Þá liggur sönnun þessa fyrir skýr hér á landi og kom svo virkilega fram síðasta sumar, þegar Spölur fór að endurnýja malbikið í Hvalfjarðargöngum, eftir 15 ára notkun. Mest slit á því var við inngangana, þ.e. sú akrein sem lá inn í göngin hvoru megin. Það er eðlilega aldrei saltað í göngunum, en salt berst inn í þau fyrstu tugi metrana með bílum sem aka þar um. Allir bílar sem aka um göngin nota sama dekkjabúnað og þeir eru á að þeim og frá. Ég þekki engann sem tekur nagladekkin undan við gangnamunnan og setji þau síðan undir aftur eftir að í gegn er komið. Sammt er það svo að vegir að og frá göngunum eyðast en ekki gegnum þau. Það er saltað reglulega beggja vegna gangnanna.
Ef menn vilja minnka malbikseyðingu og svifrik vegna hennar á að banna salt á götur og lögskylda nagladekk undir alla bíla yfir veturinn. Þetta var reynt samfara sænsku tilrauninni sem áður er minnst á og reyndist það vel að enn hefur ekki verið breytt til baka í sumum bæjum. Reyndar eru nagladekk ekki lögskylda þar, en flestr aka þó á þeim í þeim bæjum sem ekki salta. Malbiksending í þessum bæjum er margfallt meiri en hinum sem salta göturnar.
Svo má benda borgaryfirvöldum á að svifryk kemur af fleiri þáttum en malbikseyðngu og ein besta og öruggasta leiðin til að halda niðri svifryksmengun frá umferð er að sópa reglulega göur borgarinnar, svona eins og gert var þar til kratar yfirtóku borgina. Þá þurfti að nota féð í gæluverkefni elítunnar og var það m.a. sótt í þá sjóði sem greiddu fyrir sópun gatna, auk þess sem stórlega var dregið úr slætti á umferðareyjum. Þar fær svifrykið gott afdrep megnið af sumrinu og fer á stjá þegar vindur bærist.
Það er alvarlegt þegar yfirvöld mæla gegn öryggi í umferð og það án nokkurra haldbærra gagna. Hversu mörg óþörf slys hafa orðið á götum borgarinnar vegna þess að saklaust fólk trúir bullinu? Hversu margir eru örkumla og hversu margir hafa látið lífið vegna þessa óábyrga áróðurs, sem einungis fræði miðaldakirjunnar getur rökstutt?
Það hefur vissulega orðið mikil þróun í dekkjaframleiðslu, en engin dekk ná öryggi nagladekkja, enda hefur einnig orðið mikil þróun í gerð naglanna.
Einungis þeir sem voru þeirri "gáfu" búnir að sjá nýju fötin keisarans og hversu litrík þau voru, geta tekið undir með borgaryfirvöldum um að nagladekk séu óþöf.
Færri á nagladekkjum í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.