Kemur ekki á óvart

Það kemur ekki á óvart þó fjármálaráðherra telji eitthvað óljóst í áliti EFTA dómstólsins.

Það kemur ekki á óvart þó bankastjórar stóru bankanna telji eitthvað óljóst við álit EFTA dómstólsins.

Það kemur ekki á óvart þó seðlabankastjóri telji eitthvað óljóst við álit EFTA dómstólsins.

Og merkilegt nokk, þá kemur heldur ekki á óvert þó forseti ASÍ sjái eitthvað óljóst við álit EFTA dómstólsins.

Þó er álitið skýrt, bannað er að miða við 0% verðbólgu í greiðsluáætlun lána. Þetta viðurkenndu íslensk stjórnvöld með því að skerpa á þessu atriði í lagabreytingu, síðar. Auðvitað er það svo íslenskra dómstóla að dæma í málinu, þar sem EFTA dómstóllinn gefur einungis álit. Hefur ekki lögsögu hér á landi.

Og þó í álitinu séu atriði sem menn telja sig geta hengt sig á, svo segja megi að það sé óljóst, eru þau atriði þess eðlis að þau hafa varla lögfræðilegt gildi. Hvar er í lögum talað um "að neytandi skuli vera ágætlega upplýstur, athugull og forsjáll"? Og hvaða mælistika getur mælt slíkt?  Dómstólar hljóta að dæma samkvæmt laganna bókstaf.

Fjármálaráðherra ætti kannski að tjá sig sem minnst um þetta mál. Þau mistök voru gerð í tíð fyrri ríkisstjórnar og ættu að vera honum víti til varnaðar. Þá má fjármálaráðherra ekki með neinum hætti grípa inní þá atburðarrás sem framundan er. Það gæti bakað ríkissjóð mikil fjárútlát, kannski meiri en hann hefur burði til. Þessi leiðrétting á auðvitað að koma frá þeim sem af misréttinu höfðu gróða, bankakerfinu.

Það er gleðilegt að bankastjórar stóru bankanna koma nú hver af öðrum fram á sjónarsviðið og segja að bankana hafa getu til að takast á við verstu hugsanlegu niðurstöðu málsins. Þeir vilja hins vegar meina að ekki komi til þess, en kannski lögin fari nú loks að ná yfir þessi fyrirtæki sem önnur í landinu.

Seðlabankastjóri mun sjálfsagt hækka stýrivexti, til hjálpar bankakerfinu. Hann hefur verið duglegur við það og víst að þar munu sjálfsagt sjást stærðir sem eru alveg nýjar fyrir okkur landsmenn.

Þeir sem fylgst hafa með málflutningi forseta ASÍ eru ekki hissa þó hann taki stöðu í þessu máli gegn launþegum, þessum sem halda veski hanns bólgnu. Hann gleðst yfir að verðtryggingin hafi ekki verið dæmd ólögleg, þó það hafi aldrei verið til umræðu í þessu máli EFTA. Það er sorglega komið fyrir launafólki þessa lands.

Fróðlegt verður að fylgjast með dómstólum á næstunni. Munu þeir dæma afgerandi eftir áliti EFTA dómstólsins? Og ef svo, munu þá stjórnvöld að einhverju leyti skipta sér af málinu? Eða munu dómstólar skila þessu frá sér á þann hátt að hægt verður að hártoga það á alla kannta og koma bönkum þannig til hjálpar?

Mun niðurstaðan verða á þann hátt að ekki verði hægt að efast um fordæmisgildi hennar, eða munu niðurstaðan verða þannig að hver og einn lántakandi mun þurfa að mæta með sitt mál fyrir dómstóla.

Stæðstu mistökin sem gerð voru í dómum um gjaldeyrislánin voru að dómar voru ekki nógu afgerandi. Það gaf bankakerfinu möguleika á að hártoga fordæmisgidið, sem olli því að enn, rúmum fjórum árum eftir að fyrsti dómur féll í slíku láni, eru enn margir sem bíða þess að fá úrskurð dómstóla í sínu máli.

Það er vonandi að dómstólar landsins hafi lært eitthvað á þeim mistökum og dæmi nú svo afgerandi að ekki verði um fordæmisgildið efast.

 


mbl.is Áhrifin af álitinu óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta viðurkenndu íslensk stjórnvöld með því að skerpa á þessu atriði í lagabreytingu, síðar.

Leiðrétting: Það var ekki lagabreyting heldur var orðalagið aðeins gert skýrara. Merking laganna breyttist ekkert við það heldur var hún bara gerð skýrari. Það er að segja, að það eigi að miða við rétta verðbólgu á lántökudegi þegar kostnaður er reiknaður.

Stæðstu mistökin sem gerð voru í dómum um gjaldeyrislánin...

Leiðrétting: Ekki gjaldeyrislán heldur ólöglega gengistryggð krónulán. Raunverulegur gjaldeyrir skipti aldrei um hendur heldur var það bara enn ein blekkingin.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2014 kl. 00:12

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég tek undir það Guðmundur að auðvitað er munur á gjaldeyrisláni og gengistriggðu láni, þó í daglegu tali geri almenningur kannski ekki mikinn greinamun þarna á.

Hitt er ekki rétt hjá þér, að breyting á orðalagi sé ekki lagabreyting. Slíka breytingu þarf að bera undir Alþingi og því lagabreyting. Skiptir þar engu þó efni og hugsun laganna breytist ekki, textinn breytist.

Gunnar Heiðarsson, 25.11.2014 kl. 04:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég geri mér vel grein fyrir því að allar breytingar á lagatexta eru breytingar á lagatexta.

Það sem ég átti við er að alveg eins og það á samkvæmt nýjum lögum frá nóvember 2013 að miða greiðsluáætlun við ársverðbóglu á lántökudegi, þá var líka skylt að gera það samkvæmt eldri lögum.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2014 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband