Einræði klíkunnar
6.11.2014 | 11:00
Samkvæmt gildandi stjórnarskrá ber Alþingi að sjá um breytingar á stjórnarskrá. Svo einfallt er það nú.
Það er því sorglegt að sá maður sem flest atkvæði þjóðarinnar fékk ( 3% ) til hins ólöglega stjórnlagaþings, sem síðar breyttist í stjórnlagaráð, skuli ekki vera betur að sér í gildandi stjórnarskrá. Hvernig á maður sem svo mikla vankunnáttu hefur á verkefninu að geta unnið að því?
Við lifum í fulltrúalýðveldi, þar sem þjóðin kýs sér fulltrúa til að fara með völd landsins. Þessir fulltrúar þjóðarinnar nefnast þingmenn. Með sínum boðskap boðar Þorvaldur að þetta kerfi skuli víkja, að þeir sem þjóðin kýs skuli víkja. Hann boðar einræði fámennrar klíku sem ekki hefur umboð þjóðarinnar.
Þessi sjónarmið Þorvaldar eru ekki ný af nálinni, hafa þekkst um aldir. Enginn amast yfir því þó háskólaprófessor hafi slíkar skoðanir, svo fremi hann blandi þeim ekki saman við sín störf sem fræðimaður.
Þessi sjónarmið eiga hins vegar ekkert skilt við okkar stjórnarskrá, eða erindi inn í umræður um hana.
Stjórnmálamönnum haldið frá málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ferlið var eðlilegt þangað til Hæstiréttur felldi sinn vafasama úrskurð. Í kjölfarið´var tekin sú ranga ákvörðun að skipa Stjórnlagaráð í stað Stjórnlagaþings. Þinn skilningur á stjórnarskránni er einfaldlega rangur. Enda eru fæst lagafrumvörp unnin af þingmönnum. Eina sem alþingismenn gera er að taka þau til umræðu og atkvæðagreiðslu. Það var það sem menn svikust um að gera varðandi frumvarp stjórnlagaráðs. Menn heyktust á verkefninu.
Ekkert rangt í grein Þorvaldar eins og þú sérð ef þú lezt hana í stað endursagnar Moggans.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.11.2014 kl. 15:01
Hann virðist,hoppa yfir mikilvægasta hlutan. Að það þótti skynsamlegt að fulltrúar <20% þjóðarinnar væri falið að skrifa stjórnarskrá, frekar en Alþingi, þar sem mun fleiri hafa fulltrúa.
Takbir (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.