Loks rumska þingmenn
5.11.2014 | 16:53
Loksins, þegar allt er komið í hnút, rumska þingmenn. Auðvitað á skipulagsvald yfir flugvellinum að vera í höndum þeirra sem með landsmálin fara. Landið sem flugvöllurinn stendur á er að stæðstum hluta í eigu ríkisins og flugstarfsemin kemur öllum landsmönnum við, ekki síst þeim sem á landsbyggðinni búa.
Nú hafa borgaryfirvöld samþykkt nýtt skipulag á svæðinu, sem gengur gegn rekstrargrundvelli vallarins og gengur gegn undirskrifuðu skjali borgaryfirvalda um að láta allt kyrrt liggja þar til Rögnu nefndin skilar sínum tillögum. Þarna brýtur borgin það samkomulag og slíku broti verður einungis svarað á einn hátt, með yfirtöku landstjórnar á skipulagsmálum þessa svæðis.
En alvarlegra er þó að Reykjavíkurborg afgreiddi samhliða leyfi til að byggja á svæðinu og ljóst að þeir sem það hafa fengið í hendur munu krefjast bóta, verði áform þeirra stöðvuð. Þær bætur munu sjálfsagt verða greiddar í ríkissjóð.
Nær hefði verið fyrir þingmenn að vera vakandi og stöðva málið áður en það náði þessari stöðu. Strax og ljóst var að borgaryfirvöld ætluðu að hundsa það samkomulag sem gert hafði verið, átti Alþingi að grípa inní. Það hefði verið best gert með því að taka skipulagsvaldið af borginni áður en málið fékk þar afgreiðslu.
En betra er seint en aldrei og þó kostnaðurinn af leiðréttingu þessa flíflaskaps sé meiri, verður svo að vera. Óhæfu stjórnvaldi verður auðvitað að svara á viðeigandi hátt.
Það er svo umhugsunarvert hvernig kosninar til borgarstjórnar æxluðust í síðustu kosningum. Örfáum mánuðum fyrir þær kosningar skrifuðu um 70% borgarbúa undir áskorun um að flugvöllurinn fengi að halda sér. Þeir flokkar sem beinlínis boðuðu brotthvarf vallarins fengu síðan meirihluta í kosningunum. Ef þetta mál sneri einungis að borgarbúum myndi ég hlægja að fávisku þeirra og jafnvel gera grín að þeim. En þar sem þetta mál snertir landsbyggðarfólk og hefur veruleg áhrif á lífgæði þess, getur maður ekki annað en orðið sorgmæddur. Sorgmæddur yfir því að borgarbúar skuli geta haft öll völd um lífsgæði landsbyggðarinnar og sorgmæddur yfir hveru ístöðulausir og arfavitlausir borgarbúar geta verið.
Þjóðin ákveði framtíð flugvallarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.