Námskeið ?

Kannski Spölur þurfi að halda námskeið fyrir þá sem ætla að aka Hvalfjörðinn, meðan göngin eru lokuð.

Þó vissulega sé fagurt í Hvalfirðinum, er vegurinn enn eins og hann var fyrir 16 árum, þegar göngin voru opnuð. Ekkert hefur verið fyrir hann gert.

Hugsanlega er ofviða einhverjum ökumönnum að aka þessa leið.

 


mbl.is Mannlaus bíll í Hvalfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ökumaður sem velti bílnum hefur án efa verið undir áhrifum, annars hefði hann hringt og látið vita, en ekki hlaupið burt af vettvangi. Og ökumönnum sem eru ofurölvi eða stjarfir af neyzlu er allt ofviða, hvernig sem ástand vegarins er.

Pétur D. (IP-tala skráð) 18.10.2014 kl. 11:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Má vera Pétur.

Hitt er ljóst að vegurinn fyrir Hvalfjörð er ekki beinlínis hraðbraut og viðhald hanns síðustu ár verið í algjöru lágmarki.

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2014 kl. 13:31

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ég ók hann þrisvar í sumar og hann er bara fínn á allan máta.

Ef hann er mönnum ofviða þá ættu þeir menn að snúa sér að öðrum störfum :)

Ellert Júlíusson, 18.10.2014 kl. 13:45

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er auðvitað smekksatriði hvað mönnum finnst "fínn" vegur, Ellert. Hitt er ljóst að lítið sem ekkert hefur verið gert fyrir veginn um Hvalfjörð, síðastliðin 16 ár. Auðvitað má finna verri vegi vítt um landið og út frá þeirri mælistiku má segja að vegurinn um Hvalfjörð sé "fínn".

Hitt getur verið að þú hittir naglann á höfuðið, þegar þú segir að sumir ættu kannski að snúa sér að öðru en akstri á þjóðvegum landsins. 

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2014 kl. 15:42

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Velti fyrir mér hver ástæðan var fyrir því að strætó fór þversum, kanski hann hafi haldið sig vera á rangri leið og ákveðið að snúa við... :)

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 18.10.2014 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband