Aumingja mennirnir

Aumingja mennirnir, sem voru bara starfsmenn bankanns og þekktu ekki bankastjórann. Þeir undrast á því að vera ákærðir, kalla sig "starfsmenn á plani".

Dettur þessum mönnum virkilega í hug að bankastjórinn ætli að bera einhverja ábyrgð? Halda þeir virkilega að ofurlaunin hafi verið vegna ábyrgðar? Nei, aldeilis ekki.

Það er þekkt úr sögunni að mafíósarnir sjálfir sleppa en láti undirmenn sína bera ábyrgðina. Og ekki er verra fyrir mafíósann ef sá undirmaður er svo neðarlega að hann þekki hann ekki persónulega.  

 


mbl.is Starfsmenn á plani í eldlínunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já, það er "erfitt að vera starfsmaður á plani". Ef undirmaður í ráðuneyti brýtur af sér, skal viðkomandi ráðherra segja af sér, en ef undirmaður í banka brýtur af sér, er bankastjórinn stikk frí! Fíflalegur málflutningur, svo ekki sé meira sagt. Verst að horfa upp á "fjölmiðla" landsins, sem eru sumir hverjir í eigu "samráðshóps um eyðileggingu landsins" komast upp með að taka afstöðu með gerendum, en gefa á sama tíma skít í Jón og Gunnu, sem þegar upp er staðið, töpuðu mestu. Íslendingar eru ekki allir fífl og það er óskandi að umræðan og umfjöllunin um þessi réttahöld verði málefnalegri og hlutlausari en hún hefur verið fram að þessu. Stjörnulögfræðingar eru ekkert meiri lögfræðingar en aðrir lögfræðingar og sumir jafnvel neðar en sorinn sjálfur, eins og nýleg dæmi gefa til kynna. Málarekstur og fullyrðingar þeirra virðast samt sem áður ávallt rata á forsíðurnar, meðan gjörningar skjólstæðinga þeirra virðast af einhverjum ástæðum vera aukaatriði og jafnvel hafðir í flimtingum, af þessum svokölluðu"fjölmiðlum".

Halldór Egill Guðnason, 5.10.2014 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband